Örvitinn

Lausn á vanda fátækra námsmanna

Einhverjir prestar hafa síðustu daga vakið athygli á því að sumar fjölskyldur eiga í vandræðum með að kaupa skóladót fyrir börn sín. Dæmi eru víst um að börn hafi ekki mætt í skóla útaf þessu.

Ég tala ekki bara um vandamál heldur kem ég með lausnir. Ég er með lausn á þessu máli.

Tökum tíund af því sem ríkiskirkjan fær frá ríkinu og notum til að leysa málið. Fjögur hundruð milljónir ættu að duga. Fjandakornið, tíund af tíund væri eflaust nóg til að kaupa skólabækur handa öllum sem eru í vondum málum.

Einhverjar mótbárur?

pólitík
Athugasemdir

Ásgeir - 25/08/09 17:07 #

Frábær hugmynd!

Hjalti Rúnar Ómarsson - 25/08/09 17:15 #

Ég veit meira að segja hvernig ríkiskirkjan getur sparað þessar 400 milljóna.

Lækka laun allra presta, prófasta og biskupa niður í 400 þúsund á mánuði.

Haukur - 25/08/09 19:18 #

Fátækir í forgang eða Jesús í forgang? Hvað segir Jesús sjálfur?

Þá kom þar kona og hafði alabastursbuðk með ómenguðum, dýrum nardussmyrslum. Hún braut buðkinn og hellti yfir höfuð honum. En þar voru nokkrir, er gramdist þetta, og þeir sögðu sín á milli: "Til hvers er þessi sóun á smyrslum? Þessi smyrsl hefði mátt selja fyrir meira en þrjú hundruð denara og gefa fátækum." Og þeir atyrtu hana. En Jesús sagði: "Látið hana í friði! Hvað eruð þér að angra hana? Gott verk gjörði hún mér. Fátæka hafið þér jafnan hjá yður og getið gjört þeim gott, nær þér viljið, en mig hafið þér ekki ávallt." (Mark. 14.3-7)

Helgi Þór - 25/08/09 21:31 #

Eða kötta bara alveg á naflastrenginn milli ríkis og kirkju og nota eitthvað af þeim 4-5 milljörðum í að hjálpa fátækum námsmönnum!

Amen

Matti - 26/08/09 10:01 #

Engin andmæli? Þá er þetta samþykkt.

Rosalega virkar þetta lýðræði miklu betur en hitt sem fólk er að rembast við á Alþingi.

Mummi - 26/08/09 10:58 #

Gefum okkur að prestar séu lífsnauðsynleg stétt. Að þjóðfélagið riðaði til falls ef hreyft yrði við þjóðkirkjufyrirkomulaginu.

Gefum okkur einnig að ekki einungis séu þeir lífsnauðsynleg stétt heldur einnig að þeir þurfi áfram að vera á fjandi góðum launum.

Og að sjálfsögðu megi ekki selja neitt af dýrgripum kirkjunnar, god forbid.

En Kalli biskup?

Hvar fittar hann inn í þetta?

Er hann ekki bara skrautmunur og skrifræði?

Og þar að auki hlýtur hann að vera góðastur. Yfirmaður sem stjórnar her af góðmennum hlýtur að vera góðari, eða amk jafn góður og allir undirmennirnir.. right?

Hvað ef hann sýndi það í verki og segði upp (put his money where his mouth is, eins og sagt er í heitu löndunum)? Semdi við kirkjuna sína um að launin hans, launatengdu gjöldin og fríðindin rynnu til foreldra í fjárhagserfiðleikum. Það eitt væru allnokkrar milljónir á ársbasis.

Hann gæti fórnað sér.

Það eru til fordæmi.

Arnar - 27/08/09 09:31 #

Prestar og svona 'æðstuprestar' flestra trúarsafnaða (kristinna) virðast ekkert vera neitt sérstaklega spenntir fyrir að lifa eftir hófsemis og 'meinlæta-lífsstíls' boðum biblíunar.

Lárus Viðar - 27/08/09 14:54 #

Væri betra að gera eitthvað svona heldur en að skæla á netinu yfir vonsku heimsins í von um að uppskera aðdáun fólk fyrir manngæsku sína. Nefni engin nöfn.