Örvitinn

Þjófar í Safamýri

Ég sleppti hádegisboltanum í dag þar sem ég var aumur í ökklanum eftir boltann í gær. Fór í bæinn með Gyðu, kíktum í búð og út að borða.

Á meðan hópurinn sparkaði tuðru á gervigrasinu mættu ribbaldar í Safamýri og rændu gemsum, kortum og fleiru úr búningsklefanum. Meðal þess sem þeir tóku var íþróttataska og peysan hans Palla sem neyðist því til að klæðast Grindavíkurtreyju það sem eftir er dags.

Ég hef tamið mér að setja veski og gemsa í íþróttatöskuna sem ég tek svo með mér út á völl. Það virðist nokkuð um þjófnað í íþróttahúsinu þar sem varað er við þjófum á veggspjöldum. Mér finnst að starfsfólk hússins mætti hafa örlítið meira eftirlit með ferðum fólks og spurning hvort ekki sé þörf á öryggismyndavélum.

Verður fróðlegt að sjá hvort það verði aukin umfjöllun um þjófnaði í Morgunblaðinu næstu daga!

dagbók
Athugasemdir

Palli - 26/08/09 15:20 #

Það neyðist enginn að klæðast Grindavíkurtreyju, fór stoltur í hana og verð í henni þegar við stelum 3 stigum af Safamýradrengjum í kvöld.

Vil samt koma fram þökkum til góðhjartaða ribbaldans sem sá að sér og tók hreinar nærbuxur, sokka, handklæði og Grindavíkurtreyju úr töskunni minni áður en hann hafði hana með sér á brott.

Svanur - 26/08/09 15:42 #

Hmmm... þú mætir ekki og þá lenda þeir í því að það er stolið frá þeim, getur Gyða staðfest fjarvistarsönnunina þína ;)

Guð blessi

Matti - 26/08/09 15:44 #

Þessi kenning kom fram en sem betur fer hef ég fleiri vitni en Gyðu :-)