Örvitinn

Valmöguleikar hjá Strætó

Villumelding á heimasíðu Strætó Var að panta námsmanna-strætókort fyrir Áróru. Reyndum að ganga frá þessu í gærkvöldi en gátum ekki loggað okkur inn. Fengum nýtt lykilorð sem virkaði þannig að ég gekk frá þessu núna.

Mér þótti þessi valmynd og villumelding dálítið skondin. Strætó vill fá að spamma Áróru ef ég ákveð að gefa upp farsímarnúmerið. Ég get ekki séð að ég hafi nokkuð val. Prófaði að sleppa því að setja inn númer og fékk villumeldingu.

Ég hefði getað sett inn eitthvað bull númer en ákvað að Áróra fengi að njóta kynninga frá Strætó í vetur og setti rétt númer. Að mínu mati hefði mátt sleppa þessu alfarið. Strætó hefur ekkert með farsímanúmer allra námsmanna (sem taka strætó) að gera.

Það er samt frekar skondið að kynna þetta sem valkost en bjóða ekki upp á neitt val. Þetta var tilboð sem ég gat ekki hafnað!

Ýmislegt
Athugasemdir

Eyja - 27/08/09 22:02 #

Það er sem sagt talið óhugsandi að námsmaðurinn sé ekki með farsíma?

Matti - 27/08/09 22:04 #

Greinilega.

Arngrímur - 28/08/09 00:56 #

Eða internet. Mér finnst óþolandi kredda að gera allt gegnum internetið. Það segir mér bara að viðeigandi stofnanir nenna ekki að þjónusta mig ef mér er vísað á internetið. Svo ég er farinn að segja við alla þjónustufulltrúa sem ég tala við að ég hafi ekki aðgang að internetinu.

-DJ- - 29/08/09 00:20 #

Mér finnst þetta reyndar ekkert vera neitt smáatriði til að hlæja að. Þarf að sendast beint til persónuverndar.