Örvitinn

Bjánar og bílalán

Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var sagt frá fólki sem er í vandræðum vegna bílalána. Ég hef samúð með mörgum þeirra, það er erfitt að lifa á Íslandi án bíls, en sumir eru einfaldlega fábjánar.

Í fréttunum var sagt frá konu sem var að skila bílnum sínum og nú vitna ég orðrétt:

Kona skilar bíl til SP fjármögnunar
Mynd úr fréttum Stöðvar 2

Í dag skilaði reykvísk kona bifreið sinni til SP fjármögnunar en hún taldi sig ekki geta greitt afborganir af myntkörfuláni sem hafði hækkað úr níu milljónum í átján milljónir. Hún er ein af mörgum.

Manneskjan tók níu milljón króna myntkörfulán til að kaupa fokking bíl. Er fólk gjörsamlega geðbilað? Á ég að hafa samúð með þessari manneskju? Er nema von að allt hafi farið til fjandans á Íslandi? Eigum við að afskrifa lánin hennar til að auka greiðsluviljann?

Ef þetta fólk hafði einhverjar forsendur til að kaupa sér svona dýran og fínan bíl hefði það átt að safna fyrir honum eða a.m.k. megninu af kaupverðinu. Staðreyndin er að hér á landi var (og er) fullt af fólki akandi á alltof fínum og dýrum bílum vegna þess að það taldi að það ætti það skilið. Þetta fólk er fífl.

kvabb pólitík
Athugasemdir

Óli Gneisti - 27/08/09 12:26 #

Ég velti stundum fyrir mér í hvaða raunveruleika svona fólk bjó.

Oddný H - 27/08/09 13:27 #

sammála sammála sammála sammála get ekki verið meira sammála - en ég hélt ró minni enda ekkert annað að gera þarna fyrir framan sjónvarpið - en hvert á maður að fara, hvað á maður að gera, við hvern á maður að tala ef maður vill ekki lengur halda ró sinni yfir öllum þessum bjánaskap; vill leita réttlætis ?

Matti - 27/08/09 13:29 #

Ég sé að Guðfinnur bílasali tekur undir með mér.

Guffi segir að margir hafi farið fram úr sér í bílakaupum í góðærinu. „Hvaða heilvita maður sem er með milljón á mánuði fer og kaupir sér bíl á átta milljón króna láni? Svo er þetta fólk hissa að það lendi upp við vegg. Það hefði hvort sem er lent upp við vegg."

Hann segir marga hreinlega hafa hagað sér „eins og fífl" í góðærinu. „Er einhver glóra að maður aki um á átta cylindra pikköpp trukk, með hjólhýsi í eftirdragi og fjórhjól á pallinum? Helgarferðin kostar ekki undir 80 þúsund kalli. Svo er fólk hissa á þessu."

Árni Þór - 27/08/09 14:32 #

Ég tók eftir þessu líka. Samúðin hjá mér hvarf um leið og upphæðin var nefnd. Dæmalaust.

Lárus Viðar - 27/08/09 14:52 #

Það er ekki farið vel með peninga að spreða þeim í bíla. Andvirði bílsins rýrnar niður í ekki neitt með árunum, nema kannskí í einhverjum undantekningartilvikum þegar um sjaldgæfa bíla eða fornbíla er að ræða.

Níu milljónir fyrir bíl?!?! Það dugar t.d. hér í Mexíkóborg vel til að opna glæsilegan veitingastað (veit það þar sem við erum að þreifa fyrir okkur). Sérstaklega á gamla genginu þegar lánið var tekið. Á Íslandi hefði það eflaust dugað fyrir einhverjum fínum bissness líka, einhverju bílskúrsfyrirtæki til að byrja með.

Að taka níu millur að láni og fleygja þeim í bíl er nánast glæpsamleg heimska. Verða eflaust gerðar einhverja sálfræðistúdíur á þessu liði í framtíðinni, fólkið sem missti vitið í "góðærinu".

hildigunnur - 29/08/09 10:06 #

úfff. Er furða þó allt hafi farið fjandans til með svona hugsunarhætti?