Örvitinn

Þórhallsvika Vantrúar

Þórhallur Heimisson
Þórhallur trúður.
Aðdáendur séra Þórhalls Heimissonar (hver er það ekki?) fengu nóg fyrir sinn snúð á Vantrú þessa viku.

Lestu fyrst greinina um Þórhall og níðingsskapinn (ég bloggaði einnig um það mál). Þar segir frá því þegar presturinn gafst upp á að rökræða um Biblíuna enda kominn í klípu og réðst á gagnrýnendur með afar ómaklegum hætti. Næst skaltu kíkja á grein um Jesús og skoðanaleysið þar sem fjallað er um afar sérkennilega röksemdarfærslu Þórhalls varðandi skoðanir Krists á samkynhneigð. Þar á eftir skaltu skoða pistil um Orðabók leyndardómanna sem gerir grín að orðskýringum fræðimannsins.

Í gær fjallaði Óli Gneisti um skoðun án trúar (mitt blogg um það mál) og í pistli dagsins pælir Óli í trúleysi og netleysi og sýnir fram á hve kjánalegar tilraunir Þórhalls eru þegar hann rembist við að gera trúleysingja að trúmönnum.

Vonandi mun séra Þórhallur halda áfram að tjá sig sem allra mest í framtíðinni.

kristni vísanir
Athugasemdir

María - 28/08/09 12:44 #

Þið eruð ágætir :)

Matti - 28/08/09 15:16 #

Hey, við erum frábær ;-)

Helgi Þór - 28/08/09 15:25 #

Skemmtilegur pistill!

Hvernig er aftur staða samkynhneigðra innan kristinnar kirkju í dag? maður er svo fljótur að gleyma. Er ekki einhver heimasíða þar sem þetta kemur allt fram?

Matti - 28/08/09 15:29 #

Það fer eftir hvaða kirkja það er. Fríkirkjan er óskaplega frjálslynd í þessum málum og vill fá að gifta samkynhneigða. Ríkiskirkjan hefur aftur á móti komið í veg fyrir að ein lög gildi um hjónabönd gagnkynhneigðra og samkynhneigðra. Kirkjan hefur tekið upp eitthvað blessunarform minnir mig, til að blessa hjónabönd samkynhneigðra. Kaþólikkarnir, Krossararnir og Fíladelfíuliðið þjást enn af hommafóbíu - ásamt biskup og svartstökkum hans.

Annars held ég að best væri að heyra hvað Samtökin 78 hafa að segja um málið, þau þekkja þetta betur en ég :-)

Helgi Þór - 28/08/09 15:38 #

Frábært! takk fyrir þetta