Örvitinn

Fjölmiðlar og kukl

Ég mæli með nýjasta pistli Svans um fjölmiðla. Við hjónin vorum einmitt að ræða þetta fylgiblað Moggans á laugardag.

Fjölmiðlar og heilsa - sölumennska eða alhliða upplýsingar?
Meðhöndlun margra frétta- og blaðamanna á ýmsu “óhefðbundnu” sem iðkendur þess hafa viljað kalla lækningaraðferðir hefur því miður verið á par við forvitna óvita sem hafa gleypt við hinum ótrúlegustu frásögnum án þess að koma með neina fræðilega hlið frá fólki úr raunvísindum eða heilbrigðiskerfinu. Þetta hefur gerst hérlendis og víða í nágrannaríkjum okkar með þeim “árangri” að sala á hvers kyns kukli hefur aukist verulega.

efahyggja fjölmiðlar vísanir