Örvitinn

Einar Karl Haraldsson í forsætisráðuneytið

Dálítið merkilegt að einn ötulasti andstæðingur hjónabanda samkynhneigðra sé ráðinn í forsætisráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur.

Eins og alþjóð veit skrifuðu Einar Karl og eiginkona hans blaðagreinar þar sem þau héldu því fram að hjónaband þeirra myndi á einhvern hátt missa gildi sitt ef samkynhneigðir fengju að ganga í hjónaband. Töldu t.d. að barneign væri á einhvern hátt forsenda fyrir hjónabandi þó ósennilegt væri að þau gætu getið barn saman vegna aldurs á þeim tíma.

Eflaust fín stemming á kaffistofunni í forsætisráðuneytinu næstu sex mánuði.

Ætli hann hafi nokkuð tíma til að sinna almannatengslastörfum fyrir ríkiskirkjuna í hjáverkum á meðan?

pólitík
Athugasemdir

Arnold - 01/09/09 15:05 #

Einar er/var einn af helstu áróðursmeisturum kirkjunnar og vinur biskups em líka hefur staðið gegn samkynhneigðum. Svo er Dómsmálaráðherra nýbúinn að lýsa yfir að hún sé á móti aðskilnaði ríkis og kirkju þó meiri hluti þjóðarinnar sé fylgjandi því. Er kirkjan að styrkja stöðu sína í stjórnkerfinu?

Ólafur Sveinsson - 01/09/09 15:05 #

Missir hjónaband gildi sitt við framhjáhald?

Matti - 01/09/09 15:08 #

Ólafur, ég veit það ekki. Ég velti mér ekki mikið upp úr almennu gildi hjónabandsins. Veit það eitt að Einar Karl og eiginkona hans höfðu það miklar áhyggjur af hjónaböndum samkynhneigðra að þau skrifuðu blaðagreinar gegn hugmyndini.

Er kirkjan að styrkja stöðu sína í stjórnkerfinu?

Það mætti halda það.

Birgir Baldursson - 01/09/09 17:33 #

Andskotans moððerfökkíng helvítis fökkíng kirkjan alltaf hreint! (/æðrast)

Þór Friðriksson - 02/09/09 17:03 #

Kirkjan styrkir stöðu sína í kreppunni. Alltaf jafn merkilegt að allir eru til í að skera niður í lögreglunni og heilbrigðiskerfinu en ég held ég hafi aldrei heyrt um niðurskurð í kirkjunni.

En varðandi ríkisstjórnina og trúmál fékk ég skemmtilega innsýn um daginn í þau mál þegar ég hlustaði á útvarp Sögu (alveg óvart, ég lofa...). Þar var rætt um IceSave, ríkisstjórnina og önnur mál á misgáfulegum nótum. Mér brá þó þegar útvarpsmaðurinn og viðmælandi hans sem hringt hafði í útvarpsþáttinn töluðu um að það væri svo ótrúlega mikið af trúleysingjum á þingi - og að það væri stór hluti ástæðunnar á því að allt væri í fokki. Ég veit ekki til þess að meirihluti þingmanna séu yfirlýstir trúleysingjar og ef svo væri teldi ég það í það minnsta til bóta.

Matti - 02/09/09 17:05 #

Mér brá þó þegar útvarpsmaðurinn og viðmælandi hans sem hringt hafði í útvarpsþáttinn töluðu um að það væri svo ótrúlega mikið af trúleysingjum á þingi - og að það væri stór hluti ástæðunnar á því að allt væri í fokki.

Magnað :-) Bað Geir ekki Gvuð að blessa Ísland?

Var þetta nokkuð Jón Valur Jensson á Sögu?

Hólmfríður Pétursdóttir - 02/09/09 19:42 #

Ég tók eftir því í fréttum um daginn að búið er að samþykkja lækkun sóknargjalda og samsvarandi lækkun á framlagi ríkissins til sjóða kirkjunnar. Hef ekki tölurnar á hreinu.

Matti - 03/09/09 09:59 #

Það er rétt Hólmfríður.

Sú lækkun var þó ekki mikil. Hér talaði ég um ríkiskirkjuna og síðustu fjárlög.

Gerð er tillaga um 106 m.kr. lækkun á launalið þjóðkirkjunnar eða sem svarar til 7,5%. Tillagan tekur mið af lagafrumvarpi þar sem því er beint til kjararáðs að lækka laun þeirra sem undir ráðið heyra um 5-15%. Hér er farin sú leið að miða við að lækkunin verði helmingurinn af 15% að meðaltali

Hólmfríður Pétursdóttir - 03/09/09 14:07 #

Það var líka samþykkt að lækka sóknargjöldin, ekki einu sinni heldur tvisvar og þá líka sem því svarar framlög í alla sjóði, hef bara ekki nennt að finna þetta.

Matti - 03/09/09 14:10 #

Það er rétt. Taktu samt eftir að sóknargjöld breytast á hverju ári og fara eftir skatttekjum ársins á undan. Þau hækka því í góðæri og lækka í kreppu.

Ég hef ekki orðið var við mikla niðurskurði hjá ríkiskirkjunni síðustu mánuði. Hefur starfsfólki verið sagt upp störfum? Kirkjum lokað? Eitthvað?

Sýnist margar aðrar stofnanir þurfa að hafa töluvert meira fyrir sínum niðurskurði.

Hólmfríður Pétursdóttir - 03/09/09 14:23 #

Breytingar á almennu starfsmannahaldi kirknanna fara venjulega ekki hátt. Ég veit að starfsmannavelta er talsverð en ég veit svo sem ekki hvort fólki hefur verið fækkað, þætti það auðvitað miður, en rekstrarkostnaður hefur hækkað og tekjur lækkað svo hætt er við að fólki hafi líka verið fækkað. Prestar eru núorðið ráðnir til ákveðins árafjölda og engin breyting orðið á vinnu þeirra, nema sum mál eru þyngri núna en oft áður. Sennilega er það rétt hjá þér að niðurskurður er ekki að fullu kominn fram hjá kirkjunni og eflaust er hægt að skera þar niður eins og annars staðar og kannski geyma einhver verkefni sem ekki snerta beinlínis líf og líðan fólks.

Matti - 03/09/09 14:32 #

Prestum fækkar ekki þar sem þeir eru á launum hjá ríki en ekki kirkju. Öðrum starfsmönnum fækkar kannski. Kirkjan hefur þó fundið skemmtilega leið hjá því með því að vígja skrifstofufólk til prestsstarfa og lækka þannig rekstrarkostnað biskupsstofu.

Halldór E. - 03/09/09 15:01 #

Ég get fullyrt að þónokkuð hefur verið um breytingar á starfsmannahaldi kirkjunnar síðustu mánuði, starfshlutföll lækkuð, mikið um uppsagnir lausráðins starfsfólks, eitthvað um uppsagnir á fastráðnum starfsmönnum hjá einstaka söfnuðum og ekki ráðið í stöður sem eru lausar.

Þessar ráðstafanir fara ekki hátt, reyndar hefur Biskup sagt að kirkjan þurfi að blása til sóknar og virðist mjög mótfallin því að þessar staðreyndir um minnkandi þjónustu leki út.

Fyrir utan þetta bætist svo að þrátt fyrir að niðurskurður sóknargjalda sé um 10% (ég er ekki með töluna hér), þá er líklegast um 30%-40% af sóknargjöldunum hjá fjölmörgum kirkjum nú þegar bundið í afborgunum af lánum vegna húsnæðiskostnaðar og þær hafa í mörgum tilfellum hækkað verulega (sér í lagi hjá þeim söfnuðum sem tóku hluta lána í erlendri mynt). Þannig er niðurskurður í starfsmannahaldi og starfstengdum verkefnum mun meiri en 10% gefa til kynna.

Hafandi sagt þetta, þá er það hins vegar rétt að niðurskurðurinn kemur mjög lítið við prestana sjálfa, en starf þeirra er/var oft á tíðum ekki nema lítill hluti safnaðarstarfsins alls.

Að lokum. Athugasemd þín um vígslu starfsfólks Biskupstofu er ekki rétt, vígða fólkið er enn hluti af starfsliði Biskupstofu og fær greitt á sama hátt og áður. Ástæðan fyrir þessum vígslum er ekki til að draga úr rekstrarkostnaði á Biskupstofu.

Matti - 03/09/09 15:04 #

Þessar ráðstafanir fara ekki hátt, reyndar hefur Biskup sagt að kirkjan þurfi að blása til sóknar og virðist mjög mótfallin því að þessar staðreyndir um minnkandi þjónustu leki út.

Fróðlegt.

Að lokum. Athugasemd þín um vígslu starfsfólks Biskupstofu er ekki rétt, vígða fólkið er enn hluti af starfsliði Biskupstofu og fær greitt á sama hátt og áður. Ástæðan fyrir þessum vígslum er ekki til að draga úr rekstrarkostnaði á Biskupstofu.

Takk fyrir þessa leiðréttingu, ég hef misskilið þetta. Hvar get ég fengið staðfestingu? Veistu hvort til er listi yfir presta á launum hjá ríkinu?

Halldór E. - 03/09/09 15:28 #

Ríkið greiðir laun 3 biskupa, 139 presta og 18 starfsmanna Biskupstofu skv. "samningnum góða". Breytingar á hvar þessir um 139 prestar þjóna eiga að vera ákveðnar á Kirkjuþingi. Gróft yfirlit er eitthvað á þá leið að allir sóknarprestar eru í hópi prestanna 139 (c.a. 104), prestur 2 í sóknum með meira en 6000-7000 sóknarbörn og síðan auðvitað prestar 3 og 4 í Grafarvogssókn. Þetta er auðvitað eitthvað flóknara út af landsbyggða- og kirkjupólitík, vegna vandræðamanna sem ekki má segja upp og þvíumlíku.

Ég satt að segja veit ekki hvar er hægt að nálgast listann, ég reyndi að hafa upp á honum með vefleit en það gekk víst ekki.

Hólmfríður Pétursdóttir - 03/09/09 15:32 #

Gott að lesa umræður um kirkjuna á þessum nótum. Hafiði reynt Gerðir Kirkjuþings og fundargerðir kirkjuráðs, hvort tvegga á netinu á Kirkjan.is.? Ég hef svo margt skemmtilegra að gera að ég nenni því (í gömlu merkingunni) núna.

Halldór E. - 03/09/09 15:52 #

Mér sýnist ég geta útbúið lista sem gerir grein fyrir a.m.k. af þessum 139 embættum:

104x sóknarprestar, 3x Grafarvogsprestar 1x Neskirkja, Lindakirkja Kópavogi, Vídalínskirkja Garðabæ, Árbæjarkirkja, Akureyrarkirkja, Háteigskirkja, Digraneskirkja, Mosfellsbær, Seljakirkja, Dómkirkjan, Keflavíkurkirkja, Hallgrímskirkja, Glerárkirkja, Landakirkja Vestmannaeyjum, (Bústaðakirkja). Samtals: 123.

6x héraðsprestar, 1x fangaprestur, prestur fatlaðra, prestur heyrnarlausra, menningarmálaprestur (Gunnþór Ingason), (Gunnar Björnsson), Prestur safnaðarins í Kaupmannahöfn. Samtals: 12.

Nokkur hlutastörf á höfuðborgarsvæðinu, þar sem söfnuður greiðir 50% á móti 50% frá ríkinu eða þar sem prestur er í hlutastarfi í nokkrum söfnuðum. Samtals: 2-3 embætti.

Ég vil biðja þá sem ég hef gleymt í upptalningunni afsökunar á því. Eins er rétt að taka fram að sumir söfnuðir hafa presta í vinnu sem eru ekki hluti af ríkislaununum, prestar á sjúkrahúsum eru ekki inn í þessari tölu, prestur innflytenda var það ekki síðast þegar ég vissi, vímuvarnarpresturinn var gæluverkefni Davíðs, Ingibjargar og Össurar og féll utan við þetta, eins prestar safnaðanna í Svíþjóð og Bretlandi.

Ég vona að þetta varpi smá ljósi á stöðu presta í kirkjunni. Ef eitthvað í þessum upplýsingum er rangt þá biðst ég velvirðingar á því.

Matti - 03/09/09 15:57 #

Takk fyrir þetta. Þar sem starfsfólk Biskupsstofu er einnig á launum hjá ríkinu sparast lítið við að færa störf þeirra til eins og ég hélt :-) Ekki nema til að fjölga starfsfólki biskupsstofu.

Segðu mér annað. Veistu hvort prestar fá enn greitt fyrir afleysingarþjónustu? Einu sinni fengu allir prestar greitt 1.6 mánaðarlaun árlega sem fastar greiðslur fyrir afleysingarþjónustu. Ég finn lítið um þetta á netinu annað en fimm ára fyrirspurn á Alþingi.

prestar á sjúkrahúsum eru ekki inn í þessari tölu

Borgar kirkjan ekki helming á móti spítalanum? Eitthvað rámar mig í slíka frétt.

Halldór E. - 03/09/09 16:21 #

Ég er líklega ekki að skilgreina öll sérþjónustuembættin rétt. Þetta virðist hafa breyst eitthvað síðustu 3-4 árin. Hvað varðar prestana á sjúkrahúsum þá var eitt embætti greitt að hluta af kirkjunni en ég held að það sé ekki lengur (ég er samt ekki fullviss).

Ég þekki ekki til launakjara presta en skv. svarinu við fyrirspurninni á Alþingi frá 2005 virðist þetta hafa verið afnumið 2004. Hins vegar er merkilegt að fyrirspyrjandi virðist ekki vita að ráðherrar og Alþingi hafa ekkert með innri mál kirkjunnar að gera.

Matti - 03/09/09 16:24 #

Jamm, afnumið og bætt við launagrunninn.

Halldór E. - 03/09/09 16:34 #

Já, sorrý, ég var ekki mjög nákvæmur þarna.

Matti - 03/09/09 16:34 #

Nei það var ég sem las svar Björns ekki nægilega vel. Hefði getað svarað spurningu minni sjálfur :-)