Örvitinn

Blessaðar kirkjurnar

Ég skrifaði lítinn og einfaldan pistil á Vantrú í dag.

Kirkjur og kirkjulóðir

Í stað þess að færa ríkiskirkjunni lóðirnar skulum við færa eignarhald á kirkjum sjálfum yfir til sveitarfélaga og gefum fólki kost á að nýta þær óháð lífsskoðun. Breytum kirkjunum í menningarhús fyrir alla. Einhverjar byggingar verða svo seldar til einkaaðila sem geta breytt þeim í gistiheimili, veitingastað eða íbúðarhúsnæði en flestar verða í umsjá sveitarfélaganna.

Geri ráð fyrir að ríkiskirkjusinnar séu afskaplega sammála mér!

kristni vísanir
Athugasemdir

Halldór E. - 02/09/09 14:00 #

Sæll, í grófum dráttum er ég sammála þér, enda fer tæplega 70% af rekstrarfé kirkjunnar á höfuðborgarsvæðinu í steypu og stál. Ef kirkjan losnaði undan því að reka þessi hús með tilheyrandi kostnaði en gæti einfaldlega fengið aðstöðu þar líkt og aðrir gegn hóflegu endurgjaldi, þá væri það brilliant og kirkjunni gæfist færi á að ráða fleiri æskulýðsfulltrúa :-).

Annars er ítarlegri viðbrögð frá mér á vantrúarvefnum.

Matti - 02/09/09 14:03 #

Sæll, í grófum dráttum er ég sammála þér, enda fer tæplega 70% af rekstrarfé kirkjunnar á höfuðborgarsvæðinu í steypu og stál

Er skýringin hugsanlega sú að kirkjan borgar ekki laun presta heldur eru þau greidd beint úr ríkissjóði? ;-)

Ég svara þér við greinina á Vantrú. Vil frekar ræða efni hennar þar.

Halldór E. - 02/09/09 14:15 #

Ágæt ábending, ef ég myndi kasta launum presta inn í pakkann, þá myndi hlutfallið í húsnæðiskostnaði á höfuðborgarsvæðinu fara úr tæpum 70%, í líklega 57%. Ég er reyndar með 4 ára gamlar tölur og húsnæðiskostnaður hefur örugglega aukist síðan þá.