Örvitinn

Hávaði breytir engu

Hávær minnihluti þjóðarinnar er óánægður með allt sem gert er eða ekki gert. Hávaði breytir engu. #

vísanir
Athugasemdir

Arnold - 04/09/09 07:19 #

Ég held að þessi maður hafi rangt fyrir sér. Ég held að það sé einmitt að verða jarðvegur fyrir álíka atburðum og voru eftir síðustu áramót. Einnig held ég að það sé meiri hluti þjóðarinnar sem er óánægður með stöðuna. Hvernig er annað hægt. En hávaði breytir ekki miklu. Ég er sammmála því. Engin bylting hefur orðið án óeirða. Ég man alla vega ekki eftir dæmi. En svo er sennilega engin ástæða til byltingar. Þetta er búið. Þjóðin er í alvöru gjaldþrota og lítið sem ekkert hægt að gera í stöðunni. Skiptir þá litlu hver er við stjórn landsins. Kannski er ég bölsýnismaður.

Matti - 04/09/09 07:55 #

Kannski, kannski ertu raunsýnismaður.

En ég er sammála honum um að hópur fólks er óánægður með allt sem gert er.

Arnold - 04/09/09 17:26 #

Hvað er hópur stór? Er það 80 manns eða 80.000 manns. Ég held að "fámennur en hávær hópur" eigi ekki við í þessu sambandi.

Matti - 04/09/09 17:30 #

Hvar er talað um "fámennan hóp"?

Hann talar um minnihluta en ég held þetta sé ekki endilega beint fámennur hópur. Ég hef sjálfur í huga fólk eins og Jakobínu og Marinó á moggablogginu og það sem ég hef heyrt frá talsmönnum Hagsmunasamtaka heimilanna. Það er undantekningarlaust þannig að þegar einhverjar lausnir eru kynntar er þetta fólk óánægt.

Arnold - 04/09/09 18:36 #

Ég var nú aðeins að gera af gamni mínu. Þetta er orðalag sem var notað oft á öðrum vetvangi í öðru stríði :)

En þó að þeir sem hafi sig mest í frammi séu kannski fáir að þá held ég að þeir sem fylkja sig á bak við þá sé mjög stór hópur. Annars skiptir þetta engu helvítis máli. Aðal málið að reyni að krúsa í gegn um þetta heill á geðsmunum. Þetta er svo fucked að það er eiginleg ekkert hægt að gera nema bíða þetta af sér og vona að það komi aftur lygn sjór eftir ekki allt of mörg ár.

Vésteinn Valgarðsson - 05/09/09 01:18 #

Eðli málsins eru þeir sem hafa sig mest í frammi tiltölulega lítill hluti heildarinnar. Það er svo kannski félagsfræðileg eða hópsálfræðileg spurning hvernig hinir hegða sér, hvort almenningur sem slíkur er í alvöru fær um að gera eitthvað eða hvort flestir sitja alltaf hjá og láta tiltölulega lítinn hóp um að leiða þjóðfélagið.

Matti - 05/09/09 09:23 #

Ég er nú síðasti maðurinn til að tuða út af háværum fámennum hópum :-)

Það er þetta með að vera alltaf óánægður sem mér fannst aðal atriðið.

En auðvitað er hægt að heimfæra þetta upp á okkur í Vantrú :-|