Örvitinn

Einelti og ofbeldi

Krónískir lygarar halda iðulega að þeir sem leiðrétta rangfærslur þeirra séu að leggja þá í einelti. Um leið er ekkert hugtak misnotað jafn hrikalega í umræðu á netinu og ofbeldi. Þannig virðast margir telja það dæmi um ofbeldi ef þeim er svarað, hvort sem það er málefnalega eða ómálefnalega.

dylgjublogg
Athugasemdir

Þórir Hrafn - 04/09/09 13:08 #

Fyrir nokkrum árum virðist hugmyndin um tjáningar og prentfrelsi hafa breyst lítilega hjá nokkrum hluta almennings.

Það virðist ekki lengur duga að tjáningarfrelsið feli í sér að maður megi tjá sig um (næstum) hvað sem er á almannavettvangi. Núna virðist hugmyndin vera sú að í tjáningarfrelsinu felist líka rétturinn til að vera ekki gagnrýndur fyrir það sem maður hefur að segja.

Ef maður gagnrýnir einhvern, þá er maður skv. þessari hugmynd að kúga hann eða "banna" honum að tjá sig.

Ég vona að þessi þvæla hverfi sem fyrst.

Ásgeir - 04/09/09 13:23 #

Þetta er því miður rétt hjá Þóri, og virðist sem þetta sé sérstaklega áberandi í umræðum um trúarbrögð, en það er bara mín skoðun.

Óli Gneisti - 04/09/09 13:44 #

Já, rétt hjá Þóri. Þetta minnir mig á grein sem var í Fréttablaðinu í vor sem ég var alveg gáttaður yfir. Þar var maður sem lýsti því að hann væri kristinn Framsóknarmaður og vildi fá að hafa sína fordóma í friði fyrir gagnrýni.

Matti - 04/09/09 14:02 #

Mér finnst þetta viðhorf afar algengt á moggablogginu. Kannski ein ástæða þess að það fer svona í taugarnar á fólki.

Þessu tengist líka stöðugar ásakanir um hroka ef einhver gerist svo djarfur að telja sig vita betur, reyna að leiðrétta.

Gunnar J Briem - 04/09/09 21:57 #

Tek undir hvert orð hér...