Örvitinn

Enn um umburðarlyndisfasisma

Getur verið að umburðarlyndisfasismi sé eitt af hættulegri fyrirbærum sem skotist hefur upp í vestrænum heimi, að umburðarlyndi sé gott og gilt, en ætti að hafa sín takmörk? #

Ég get ekki að því gert, en þeir sem nota hugtakið umburðarlyndisfasismi eins og það sé sjálfsagt/eðlilegt verða um leið ómerkingar í mínum huga. Mér þykir það leitt. Þetta hugtak lýsir greindarskorti skynsemisskorti þess sem það notar nema það sé í gríni eða kaldhæðni. Séra Óskar á Akureyri, Höskuldur Þórhallsson og Bjarni Harðarson voru í þessum hópi.

kvabb
Athugasemdir

Óli Gneisti - 05/09/09 13:17 #

Þetta þýðir: "Mér finnst að umburðarlyndi eigi ekki við í þeim tilvikum sem ég vil ekki sýna umburðarlyndi".