Örvitinn

Stiglitz, AGS og Ísland

Í raun var Stiglitz ekkert sérlega gagnrýninn á störf AGS á Íslandi.

Er hugsanlegt að íslenskir stjórnmálamenn eigi það stundum til að reyna að beina reiðinni yfir á AGS í stað þess að taka ábyrgð á eigin gjörðum.

pólitík
Athugasemdir

Teitur Atlason - 06/09/09 14:39 #

Ég held að það sé bara búið að hræða þjóðina með þessu AGS þannig að hún treysti þeim ekki hætingshót. Track-recort þessarar stofnunar eru jú ekki sérlega glæsilegt. Kannski eru þeir að taka sig á. En eigum við að treysta þeim?

Ekki myndi ég gera það. :)

Matti - 06/09/09 14:46 #

Við eigum ekki að treysta þeim gagnrýnislaust frekar en nokkrum öðrum. En jú, ég held það sé einmitt búið að hræða fólk en Stiglitz ræddi einmitt dálítið um hræðslupólitík.

Vandamálið varðandi traustið er að fólk virðist alveg hafa misst hæfileikann til að treysta nokkrum. Það skiptir engu máli hver fær ábyrgð, alltaf koma einhverjir með fram með vantraust og ásakanir.

Eins og einhver sagði fyrir löngu. Íslenska þjóðin þarf áfallahjálp og hún þarf einnig að læra að treysta. En traustið kemur ekki nema allt sé uppi á borði, þannig að þetta er dálítið stór klípa.

Arnold - 06/09/09 16:03 #

Hann var heldur ekki að lýsa hrifningu sinni á AGS. Sagði að sjóðurinn færi mildum höndum um okkur smanborið við það sem hann hefur gert áður annars staðar. Hann nefndi einmitt að hann hefði tilhnegingu til að verða innheimtu stofnun fyrir þær þjóðir sem þar ráða mestu. Annars var mjög athyglisvert að hlusa á hann.