Örvitinn

Ólögleg myntkörfulán

Hvað gerist ef dómstólar úrskurða að myntkörfulán hafi ekki verið lögleg?

Mun fólk sleppa því að borga eða ætlar það að fá láninu skipt yfir í krónur miðað við gengið þegar það tók lánið? Þarf þá ekki að reikna íslenska vexti og verðbætur um leið?

Varla verður bæði haldið og sleppt? Vill fólk fá skaðabætur og halda lágu vöxtunum og húsnæðinu sem það keypti með myntkörfulán eða ganga fasteignakaupin líka til baka? Hvað með seljanda sem tók við peningum sem fólkið fékk lánað? Þarf hann að endurgreiða?

útreikning um daginn sem sýnir að þrátt fyrir gengishrun séu erlendu lánin hagstæðari en verðtryggð íslensk lán þegar allt er gert upp.

Ég skil ekkert í þessu annað en að lögfræðingar munu eflaust græða helling og einn þeirra hefur sloppið merkilega vel út úr umræðu um sín mál.

pólitík
Athugasemdir

Erlendur - 10/09/09 18:35 #

Þessi útreikningur finnst mér soldið skrítinn. Hann tekur það ekki með að við háa verðbólgu þá á gjaldmiðillinn að síga í verðgildi, þar sem fleiri krónur eru um gjaldeyrinn. Þannig að það er erfitt að segja það að 1USD = 90kr í 6% verðbólgu til margra ára. Samt áhugavert dæmi.

Matti - 10/09/09 19:54 #

Jamm, ég sá slíka krítík í kommentum. Mundi bara eftir þessari bloggfærslu.

Er að horfa á lögfræðinginn í sjónvarpinu. Get ekki skilið hann öðruvísi en að hann telji að ef málið vinnst þá verði höfuðstóll myntkörfulána einfaldlega færður aftur í það sem hann var upphaflega. Fólk haldi þá væntanlega áfram þeim vaxtakjörum en sleppi gengisbreytingum.

Hvað ætli þeir sem eru með verðtryggð lán segi við slíku?

Jón Magnús - 10/09/09 21:13 #

Ég á eftir að sjá þetta gerast sem lögfr. segir. Ef málið vinnst þá kemur upp einhverskonar óþekkt ástand sem einhverjir aðrir en ég þurfa að skýra.

Ég eiginlega nenni ekki að velta því fyrir mér fyrr en þá því ég á eftir að sjá íslenska dómstóla dæma gegn ríkinu í svona mikilvægu máli.

Arnar - 11/09/09 09:54 #

Ertu að gefa í skyn að dómstólar taki hagsmuni ríkisins fram yfir lög? :p

Eggert - 11/09/09 10:55 #

Er það of mikil samsæriskenning að gefa í skyn að héraðs- og hæstaréttardómarar séu upp til hópa Sjálfstæðismenn?

Arnar - 11/09/09 11:16 #

Ekki nema það væri inn í kenningunni að allir þessir sjálfstæðismenn myndu dæma ríkinu í óhag til að koma höggi á Samfylkinguna og Vinstri græna.

Eitthvað sem kemur reyndar alveg örugglega upp ef svo fer.