Örvitinn

Barnatrúboð tekur á sig ýmsar myndir

Hjalti vísaði á þessa mynd í umræðu á spjallborði Vantrúa um barnatrúboðsvef kirkjunnar.

Hver er pælingin? Er virkilega verið að reyna að sannfæra börnin um að þau eigi að fara út á leikvöll og segja hinum börnunum frá Jesús? Í alvöru?

barnatrúboð á leikvellinum

leikskólaprestur
Athugasemdir

Siggi Örn - 11/09/09 17:31 #

Eins og Óli skrifar þá virðist þetta vera raunin.

Í bókinni er þessi ábending til þess sem sér um trúarítroðsluna: "Ræðið hvernig hægt er að bjóða fleirum að koma í kirkjustarfið. Skrifið hugmyndir barnanna á töflu."

Rebekka - 12/09/09 08:58 #

Þetta er misskilningur Matti, það vantar textann sem fylgdi þessari mynd. Hér er hann:

"Krakkar, ef þið sjáið þennan mann vera að sniglast í kringum skólalóðina í rauðum bíl, ekki fara til hans! Jafnvel þótt hann bjóði nammi!"

Mummi - 12/09/09 09:19 #

LOL! :)

Eva - 12/09/09 13:59 #

Ætli viðbrögðin við þessari síðu hefðu orðið sterkari ef vefslóðin væri barnatrúboð.is? Ég hlakka annars til að heyra viðbrögð kirkjunnar þegar síðan barnavantrú.is verður opnuð.

Kristín Kristjánsdóttir - 12/09/09 16:41 #

Hvað get ég gert til varnar mér og mínum börnum gagnvart þessu?

Látið börnin sitja undir vitleysunni þegjandi og hljóðalaust og þannig að þau komi álút og brotin heim...

eða

kennt þeim að svara vitleysunni, fræða þau um fordóma og skuggahliðar biblíunnar til að svara og fræða barnatrúboðana þegar þeir leggja til atlögu.

Hver yrðu viðbrögð trúfólks við slíku? Að börn þeirra komi heim með það að þeim hafi bara verið sagður hálfsannleikur um Jesú og biblíuna?

Viljum við virkilega að börnin okkar þurfi að fást við þessa hluti á unga aldri, í sínu skólaumhverfi eða vinahópum og á meðan þau hafa ekki enn öðlast þroska til að meta allar forsendur í kringum svona mál?

Þetta er svo týpísk hegðun fyrir margt trúfólk, stæk tilfinningakúgun í gegnum félagslegan þrýsting og fordóma, beint að þeim sem eru mest berskjaldaðir.