Örvitinn

Ekki láta sölumenn plata þig

Ágætur pistill um það hvað auðvelt er að plata okkur til að taka óskynsamlegar ákvarðanir. Ég ætla að kaupa nýja brauðrist á eftir og reyni að hafa þessi atriði í huga. Þarf að lesa bókina sem hann fjallar um.

9 Ways Marketing Weasels Will Try to Manipulate You

It's a fascinating examination of why human beings are wired and conditioned to react irrationally. We human beings are a selfish bunch, so it's all the more surprising to see how easily we can be manipulated to behave in ways that run counter to our own self-interest.

This isn't just a "gee-whiz" observation; understanding how and why we behave irrationally is important. If you don't understand how these irrational behaviors are triggered, the marketing weasels will use them against you.

efahyggja vísanir
Athugasemdir

Arngrímur - 13/09/09 14:54 #

Ég fór í Elko einhverntíma í fyrra til að kaupa skarttengi. Sölumaðurinn reyndi að pranga upp á mig stykki með gulltengjum á 2000 kall, sagði að það væri sjáanlegur munur á því og öðrum tengjum. Og af því millistykki rýrðu alltaf gæði væri best að kaupa það sem flottast.

Hvers vegna skyldu þá vera skarttengi á nýjum sjónvörpum en ekki gömlu gulu, hvítu og rauðu tengin ef gæðin versna við það? Og það skal enginn segja mér að kopar leiði það miklu verr en gull að það sé sjáanlegur munur - nema hann framvísi gögnum.

Svo ég keypti koparstykki á 700 kall, sem er samt okur. Og ég fæ þessa líka fínu mynd. Aldrei að treysta sölumönnum um of.

Sævar Helgi - 13/09/09 15:30 #

Þetta þekki ég ágætlega eftir að hafa starfað sem sölumaður í verslun. Sumt er einfaldlega ekki þess virði, sérstaklega snúrurnar sem Arngrímur er að tala um. Ég var reyndar bara heiðarlegur í öllum tilvikum sem ég var spurður og mælti með ódýrara tenginu. Ég sé sjálfur að minnsta kosti engan mun. En ef einhverjir voru sannfærðir um yfirborði gullhúðaðra snúra, þá bara þeir um það. Gallinn var kannski sá í Elko dæminu að starfsmaðurinn þar fær bónus en við fengum enga bónusa. Ég er alveg viss um að ég hefði reynt að selja fólki dýrari snúrur og þess háttar ef það hækkaði launin mín.

Í sumum tilvikum er engu að síður alveg augljós munur á gæðum í samræmi við verð. Þetta á sérstaklega við um raftæki eins og sjónvörp, DVD spilara og þess háttar. Maður verður aftur á móti að kynna sér málið vandlega til að láta ekki plata sig.

Arnold - 13/09/09 19:54 #

Vil samt nefna að gæðamunur á audio köpplum er gríðarlegur. Það getur verið stórkostlegur munur á hljómgæðum á milli tevggja kappla.

Matti - 13/09/09 23:38 #

Ef merkið er stafrænt skiptir tegund kaplanna varla máli. Ef það er analog má vel vera að munur sé á snúrum.

En greinin fjallar nú barasta ekkert um snúrur :-) Aftur á móti er ýmislegt varðandi verðlagningu á slíkt á vörum sem ég er líklegur til að falla fyrir. T.d. er ég viss um að tilgangurinn með dýrustu græjunni í búðinni er bara sá að sannfæra mig um að kaupa næstdýrasta tækið :-)