Örvitinn

Ríkiskirkjupresturinn séra Svavar

Séra Svavar Alfreð vitnar í orð Páls Skúlasonar sem sagði í Silfri Egils að íslendinga skorti virðingu fyrir ríkinu. Við teljum að ríkið geri hlutina hægt og illa, að ríkisstarfsmenn geri hlutina með hangandi hendi. Ég hjó einmitt eftir þessu hjá Páli og tek undir með honum. Mýtan um að einkaaðilar geti gert flest betra en hið opinbera byggir meðal annars á því að ríkið geri fátt vel en einkaaðilar klúðri engu!

Séra Svavar heimfærir þetta á trúmálaumræðuna:

Andstæðingar Þjóðkirkjunnar kalla hana "Ríkiskirkju" og þeir sem vilja senda mér sneið með áleggi sæma mig titlinum "ríkiskirkjupresturinn" sr. Svavar. #

Ég skrifaði athugasemd sem bíður birtingar er kominn inn. Hún lítur svona út þegar ég er búinn að laga fjölmargar innsláttarvillur:

Með litlu essi erri, ríkiskirkja. Þetta er ekki sérnafn heldur lýsandi heiti - og við færum rök fyrir því. Hæstiréttur hefur úrskurðað að þú sért ríkiskirkjuprestur.

Í þessu felast ekki fordómar gagnvart ríkisstarfsmönnum enda fjölmargir "andstæðingar Þjóðkirkjunnar" starfsmenn ríkisins. Aftur á móti teljum við út í hött að trúarleiðtogar séu opinberir starfsmenn og fáránlegt að hin svokallaða Þjóðkirkja (með stóru þorni enda sérnafn en ekki lýsandi heiti) sé slík stofnun.

Það er þér líkt að reyna að nýta þér orð Páls, sem ég tek heilshugar undir, til að fá samúð

Annars er þessi ríkismýta iðulega notuð til að verja Þjóðkirkjan. Sumir vilja nefnilega meina að án stórrar og þunglamalegrar ríkiskirkju myndi kristin öfgatrú dafna í höndum einkaaðila, að Þjóðkirkjan haldi í raun trúarhita landsmanna niðri. Ég tek ekki undir þetta, held þetta byggi á misskilningi á trúarviðhorfum íslendinga og villandi samanburði við Bandaríkin.

kristni pólitík
Athugasemdir

Solveig - 14/09/09 01:03 #

Litlu erri frekar ;). Annars sammála, sé ekki hvað trúarsöfnuður eru að gera sem ríkisstofnun.

Matti - 14/09/09 01:04 #

Mætti halda að ég hafi verið á lyfjum þegar ég skrifaði þessa athugasemd :-)

Solveig - 14/09/09 01:19 #

Já og annað, leiðist þetta titlatog, séra hitt og þetta. Ef þarf endilega að auðkenna er nóg að segja t.d.: Svavar Alfreð prestur segir... Eina stéttin sem er með svona gamaldags titil og sérmerkingu til að haldast á einhverjum ímynduðum stalli. Annars mætti líka taka upp gamla sænska fyrirkomulagið og titla alla. Skósmiður Jónas sagði... Píparafrú Sigfríður fór í dag...Ráðherraherra Sveinn hugsar um heimilið... Bara svona hugarflug :D

Matti - 14/09/09 01:24 #

Get tekið undir það. Málið er að þegar einhver googlar séra Svavar rekst hann hugsanlega á þessa grein ;-)

Solveig - 14/09/09 12:15 #

Aha, skil.

baddi - 14/09/09 17:39 #

Þessu tengt, þar sem ég þekki nú aðeins inn í HÍ, þá man ég eftir einum gömlum kennara þar sem bætti alltaf við viðskeytinu "doktor" þegar hann talaði um þá kennara sem slíkt próf hafa/höfðu Ég man samt ekki hvort hann sagði doktor doktor þegar hann talaði um Pétur Péturs, það hljómar samt vel "doktor doktor Pétur Pétursson" ;)