Örvitinn

Basterds

Skruppum í bíó í gærkvöldi og sáum Ingloriuos Basterds. Vorum hrifin af myndinni sem var að sjálfsögðu allt öðruvísi en ég átti von á. Ég bjóst við byssubardögum og þessháttar hasar.

Myndin er ansi sóðaleg á köflum, sérstaklega svarðflettingar. Gyða leit undan og ég lét sem mér þætti þetta fyndið. Þannig gera karlmenn.

Hans Landa er magnaður karakter.

Fórum í Smárabíó þar sem myndin átti að hefjast klukkan átta. Þegar okkur var hleypt í salinn var klukkan fimm mínútur gengin í níu. Auglýsingar tóku bara tíu mínútur þannig að myndin byrjaði korter yfir. Síðast þegar ég fór í bíó byrjaði myndin tuttugu mínútum eftir auglýstan sýningartíma.

kvikmyndir