Örvitinn

Fyndinn prestur

Mér finnst Þórhallur Heimisson frekar fyndinn*. Stærir sig af messusókn en "gleymir" að taka fram að hann hafi boðað öll fermingarbörn og foreldra þeirra í messuna :-)

* Hlægilegur væri kannski betra orð í þessu tilviki.

vísanir
Athugasemdir

Jóhannes Proppé - 14/09/09 11:59 #

Ætla sumir ekki að læra að menn koma alltaf upp um kjaftæðið í þeim?

Matti - 14/09/09 13:05 #

Ég skil satt að segja ekki alveg hvað hann var að hugsa. Ég held það séu bara tveir möguleikar í stöðunni, þið megið endilega bæta fleirum við ef ykkur dettur eitthvað í hug.

  • Þórhallur fattaði ekki að það hafði töluverð áhrif á mætinguna að öll fermingarbörn ásamt foreldrum væru boðuð í fjölskyldumessu. Kannski fannst honum ekkert óeðlilegt við að taka þetta sem dæmi um messusókn. Hann er þá frekar einfaldur.
  • Þórhallur var vísvitandi að reyna að blekkja lesendur bloggsíðu sinnar. Hann er þá frekar óheiðarlegur.

Mummi - 14/09/09 15:28 #

Einn möguleiki er svo að honum finnist fullkomlega eðlilegt að telja svona. Sé hvorki einfaldur né óheiðarlegur, einfaldlega ósammála um að það beri að telja skyldumætingu öðruvísi en valfrjálsa mætingu.

Svo þarf eitt ekki að útiloka annað - hann getur vel verið einfaldur og óheiðarlegur en samt gildi skýringin mín ;)

Arnar - 14/09/09 15:47 #

Kannski.. var hann bara svona hissa á að einhver hafi í alvörunni hlustað á hann og í raun og veru mætt.

Ég var amk. hissa.

Mummi - 14/09/09 15:48 #

Smá disclaimer: Til að minn möguleiki gangi upp þarf viðkomandi náttúrulega að vera býsna lunkinn í að hugsa órökrétt. En Þórhallur er náttúrulega ríkisstarfsmaður í fullri vinnu við að hugsa órökrétt. Ef prestur er ekki fær um að hugsa órökrétt, hver þá?

Baddi - 14/09/09 20:21 #

Þú mátt ekki gleyma að nú þegar haustar þá fjölgar alltaf í sunnudagaskólanum (barnamessu). Sem er svo hálf full af fermingarbörnum.

Matti - 15/09/09 08:44 #

Ég geri mér grein fyrir að barnastarfið er byrjað en Þórhallur var að vísa til messusóknar. Varla telur hann sunnudagaskólann þar með (honum væri trúandi til þess).

hildigunnur - 15/09/09 17:54 #

Það getur vel verið, í flestum kirkjum byrja börnin inni í messu og fara síðan í sunnudagaskólann fyrir prédikun. Foreldrar þeirra sitja eftir inni í kirkjunni.

Matti - 15/09/09 17:57 #

Er það ekki frekar nýleg þróun að farið sé að tengja saman sunnudagaskólann og messuna eða hefur þetta alltaf verið svona?