Örvitinn

Einkalíf Gunnars í Krossinum

Einhverjir spyrja* hvort skilnaður Gunnars í Krossinum komi okkur við. Ég spyr á móti hvort hjónabönd samkynhneigðra hafi komið Gunnari við. Eitt af því sem hann hafði á móti samböndum samkynhneigðra var að þau væru ekki traust.

Karlinn hefur hingað til ekki legið á skoðun sinni á mönnum og málefnum. Það er því ósköp eðlilegt að fólk hafi skoðanir á honum og einkalífi hans.

*ég sá bara fyrirsögnina, nenni ekki að lesa færsluna. Held ég þurfi þess ekki.

Ýmislegt
Athugasemdir

Arngrímur - 15/09/09 12:07 #

Mig rennir grun í hvaða bloggara þú átt við. Ég sendi inn athugasemd í gær þar sem ég spurði hvers vegna hann bloggaði um eitthvað sem honum þætti sér óviðkomandi. Athugasemdin hefur ekki verið samþykkt ...

Kristín Kristjánsdóttir - 15/09/09 13:07 #

Kannski ættirðu bara að lesa færsluna áður en þú tjáir þig um hana ;)

Matti - 15/09/09 13:47 #

Ég leit á hana að lokum en þessi bloggfærsla mín lifir alveg sjálfstæðu lífi :-)