Örvitinn

Bubbi byggir of nálægt sólinni

Ætli mín eigin fjárfesting hafi ekki verið í kringum sextíu milljónir og ég skuldað fjörutíu #

Eins og flestir vita var byggingakostnaður lægri en fasteignaverð í bólunni. Bubbi byggði semsagt fyrir hundrað milljónir.

Fréttir af laxveiði Bubba í fínustu ám landsins í sumar draga kannski eitthvað örlítið úr samúð minni.

Ég á rosalega erfitt að finna til með fólki sem lifði lífinu hátt og lenti svo illa í því. Alveg eins og gaurinn sem Ólafur Arnarson sagði frá í gær sem hafði keypt sér rándýran bíl (ásett verð 15,5 milljón króna þegar bíllinn var ekki nýr) og tekið lán fyrir helmingnum. Það er eitthvað sjúkt við að telja að maður þurfi að keyra um á meira en tíu milljón króna bíl þegar maður getur ekki borgað nema helming.

Eins og Íkarus flaug þetta fólk of nálægt sólinni.

kvabb
Athugasemdir

Gunnar G - 16/09/09 12:57 #

Sælinú.

Mikið er ég sammála þér.

En eins og ég hef áður kommentað hér á síðuna þína, vil ég auglýsa að það er fullt af fólki sem flaug ekki of nálægt sólinni, en er í töluverðum vandræðum núna.

Til dæmis má taka fólk sem kom heim úr námi 2008, keypti sér ódýrustu íbúðina (fyrir innan við helming sem bankamenn ráðlögðu), og situr nú uppi með greiðslubyrði sem er um eða yfir útborguðum launum.

Ofan á þetta hefur þorri fólks tekið launaskerðingu, á meðan nauðsynjavörur hafa hækkað gífurlega. Mér sýnist að varlega áætlað hafi greiðslubyrði vejulegrar fjölskyldu hækkað um 48% síðan í mars 2008 - engin gengislán í þeirri tölu. Hjá flestum er þá greiðslubyrðatalan komin yfir ráðstöfunartekjutöluna.

Ég er að tala um langskólamenntaða sem eru fæddir eftir 1975. Það er yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem eru í verulega vondri stöðu.

Þetta fólk keypti of dýrar íbúðir - það er rétt, en staðan á þeim árum var sú að allar íbúðir voru of dýrar - m.a.s. litlar kjallaraholur sem voru vart íbúðarhæfar. Hinn valmöguleikinn sem þetta fólk hafði var að flytja inn á foreldra sína (eða skyldmenni), en miðað við lánstraust og ráðleggingar "ráðgjafa" var það álitið óþarfi.

Eftir á að hyggja voru mistökin sem þetta fólk gerði þau að flytja aftur heim. En engar áhyggjur, það verður leiðrétt (flutningurinn þ.e.a.s.)

Það er móðgun við þessa kynslóð að bera hana saman við Bubba og segja að hún flaug of nálægt sólinni.

hildigunnur - 16/09/09 13:16 #

Gunnar, algerlega, enda er ekki sambærilegt að tala um íbúð og bíl - maður slettir ekki íbúðaverði á borðið bara sisvona. Reyndar ekki endilega bílverði, en þá á maður heldur ekki að kaupa sér 15 millu króna jeppa...

Matti - 16/09/09 14:02 #

Það er móðgun við þessa kynslóð að bera hana saman við Bubba og segja að hún flaug of nálægt sólinni.

Nú ertu eitthvað að misskilja. Ég er að tala um fólk eins og Bubba og fólk eins og þann sem Ólafur Arnarson segir frá. Það er "þetta fólk".

-DJ- - 16/09/09 23:11 #

En af hverju að draga línu við 1975 samt?

Matti - 17/09/09 08:57 #

Væntanlega er hann að miða við að fólk fætt eftir 1975 sem fór í langskólanám (a.m.k. 5-10 ár eftir stúdent) er að koma út á fasteignamarkaðinn eftir 2000. Ég veit ekki hvort hægt sé að tala um fasteignabólu fyrr en 2003 eða svo. Þannig að þá ætti einstaklingur fæddur 1977 að vera búinn með fimm ára nám.

En svo getum við fært mörkin og sagt að sá sem fæddist 1980 og kláraði þriggja ára nám eða sá sem fæddist 1984 og kláraði stúdent og fór út á vinnumarkað.

Spurningin er hvort þeir sem byrjuðu að fjárfesta í fasteign árið 1992 eigi að sjá um reikninginn.

Gunnar G - 17/09/09 11:21 #

Afsakið langt svar við nokkrum athugasemdum hér að ofan.

Varðandi spurningu sem Matti varpar kl. 08:57 í morgun: Spurningunni má líka snúa á þann veg að hvort þeir sem fjárfestu í fasteign í bólunni eigi að borga reikninginn, annað hvort með að þrauka, eða með gjaldþroti sínu. Reikningurinn snýst NB m.a. um vernd á lífeyri eftirstríðsárakynslóðarinnar.

Varðandi "Það er móðgun við þessa kynslóð að bera hana saman við Bubba og segja að hún flaug of nálægt sólinni" - þarna var ég kannski of dramatískur eða hörundssár, en það er það sem ég sé ítrekað að "okkur" sé líkt við: þeim sem flugu of nálægt sólinni. Kannski var ég að lesa of mikið á milli línanna að saka þig um það Matti - ég biðst velvirðingar ef svo er. Ég endurtek að stærstu mistökin sem þetta fólk gerði var að flytja heim. Til að gera langa sögu stutta, finnst mér alltaf verið að tala um fólk sem tók allt of stórt upp í sig þegar talað er um skuldara og að gerðir í þeirra þágu, en aldrei minnst á venjulega fólkið sem er bara hreinlega "fucked" núna og er líklegast fórnarkostnaður til að fjármagna skjaldborgina um fjármagnseigeindur.

Varðandi mörkin við árið 1975 (1980 og 1984 eru eftir árið 1975), þá hittir Matti naglann á höfuðið - þetta er upp til hópa fólk sem kom út á húsnæðismarkaðinn í vægast sagt ömurlegum aðstæðum (leigumarkaðurinn var verri ef eitthvað er), og situr svo í súpunni núna. Það eru miklu fleiri aldursflokkar í þessum hópi, en "pointið" er augljósara með svona mörkum - það gerir það samt ekki alsatt - það er silfurskeiðafólk í þessum hópi sem finnur ekki fyrir kreppunni núna.