Örvitinn

Múslimagrýlan og ESB

Jón Valur Jensson og fleiri rugludallar eru óskaplega hræddir við múslima. Telja að þeir séu að taka yfir Evrópu og í framtíðinni verði Evrópa íslamskt svæði. Ég hef séð nokkra andstæðinga ESB draga fram múslimagrýluna þegar rætt er um hugsanlega sambandsaðild.

Vandamálið er að JVJ og kó bulla í þessu máli eins og flestum öðrum.

Í fyrsta lagi er kjánalegt að tala um einn hóp múslima. Múslimar skiptast í ótal hópa sem hafa mismunandi skoðanir á flestum málum. Auk þess eru ekki allir sem taldir eru til múslima trúaðir. Fullt af ungu fólki með íslamskan bakgrunn hefur tekið upp siði heimalandsins og aðhyllist ekki íslam, sumir hafa tekið upp önnur trúarbrögð - aðrir eru trúlausir.

Fæðingartíðni múslima fer minnkandi í Evrópu með annarri kynslóð innflytjenda og nálgast í flestum löndum fæðingartíðni annarra hópa.

Svarið við ógninni af alræði trúarhópa er einfalt. Gætum þess að stjórnvöld í Evrópu byggi einungis á veraldlegum grunni og pössum að trúmálum sé á engan hátt flækt saman við hið opinbera. Aðskiljum ríki og kirkjur, moskur og sýnagógur. Leggjum niður alla trúarskóla, látum öll börn fá sömu veraldlegu menntunina óháð trúarkreddum. Bönnum trúarhópum að heilaþvo börn í skólum sem kostaðir eru af hinu opinbera.

For the number of Muslims to outnumber non-Muslims by midcentury, it would require either breeding on a scale rarely seen in history or for immigration to continue at a pace that's now politically unacceptable. More likely, new controls will slow Muslim immigration. The birthrate for Muslim immigrants is also likely to continue to decline, as it has tended to do, with greater affluence and better health care. There is no Europewide data available, but one study says fertility rates among Turkish-born women in the Netherlands fell from 3.2 in 1990 to 1.9 in 2005, barely above the figure for native-born Dutch. Over the same period, the equivalent figure for Moroccan-born women in the Netherlands dropped from 4.9 to 2.9. Also, fertility rates are edging upward in some Northern European countries, which would offset some of the Muslim growth. Bottom line: given the number of variables, demographers are loath to make predictions about the number of Muslims in Europe in the years to come. "You would almost have to make it up," says Carl Haub, the senior demographer at the Population Reference Bureau in Washington. And the idea of a Muslim majority any time soon? "Absolutely absurd."

ps. Ég verð seint talinn mikill aðdáandi íslam.

íslam
Athugasemdir

Helgi Þór - 16/09/09 18:09 #

Ég gæti hreinlega ekki verið meira sammála þér. Þetta er ein lélegasta mýta sem hefur verið í gangi þessi hræðsla við múslima. Enda kemur þetta bull oftast frá öfga mönnum á borð við JVJ og Gunnar félaga okkar kenndan við Krossinn :)

Tinna G. Gígja - 16/09/09 21:37 #

Ætli Skúli sé lasinn? Hann hlýtur að mæta bráðum til að kalla þig múslima/naívista/hræddan við múslima...

Óli Gneisti - 16/09/09 21:43 #

Er þá ekki besta leiðin til að stoppa fjölgun múslima að fá þá alla til Evrópu?

Matti - 17/09/09 08:54 #

Óli, besta leiðin væri a.m.k. að koma þeim í slíkt umhverfi. Vænlegast held ég væri að auka lífsgæði í löndum þeirra, hitt fylgir á eftir.

Kristinn Theódórsson - 17/09/09 11:17 #

Mér sýnist þó að hér (í Newsweek) sé verið að segja að íslamóphobía hafi orðið þess valdandi að innflutningslög voru hert, og því verði vandamálið ekki eins stórt og verstu bolsýnismenn haldi - því þar sé gért ráð fyrir óbreyttu aðstreymi múslíma.

Þannig að áhyggjurnar áttu þátt í að eyða vandanum.

Hversu slæmt er það? Var þá fóbían gagnleg?

Matti - 17/09/09 11:20 #

íslamóphobía hafi orðið þess valdandi að innflutningslög voru hert

Ég hefði haldið að það væri stærri þáttur í þessu að sum samfélög hafa einfaldlega ekki bolmagn til að taka á móti óheftum fjölda innflytjenda. Félagslega kerfið stendur einfaldlega ekki undir því.

En svo má vera að íslamófóbía sé veigamikill þáttur í því.

En minnkandi fæðingartíðni og sundurleitni hópsins hefur líka sitt að segja.

Jóhannes Proppé - 17/09/09 12:45 #

Þetta er fullorðins útgáfan af stráknum sem kallaði úlfur. Klikkhausinn sem kallaði heimsendir.

Það virðist litlu máli skipta hvað það er, þá er JVJ viss um að það muni kalla yfir okkur heimsendi, sharia og nasista á risaeðlum með leiserbyssur.

Haukur - 17/09/09 14:02 #

Það er margt gott í þessu BBC-myndbandi en það vekur ýmsar spurningar sem gaman hefði verið að fá svör við. Til dæmis er bent á að frjósemi í ýmsum Evrópuríkjum hafi hækkað nokkuð síðasta áratug - fróðlegt væri að vita í hverju sú hækkun liggur. Sá sem óttast fjölgun múslima mundi auðvitað strax láta sér detta í hug að aukningin liggi í frjósemi nýbúa.

Á þessu grafi má síðan sjá íslömsku holskefluna á Íslandi (eða hitt þó heldur).

En talandi um hvernig eigi að búa til graf þá má hérna sjá kaþólsku ógnina (ó vei!) sem greinilega ætlar allt um koll að keyra. Þetta graf nær niður í núllið og fer eins langt aftur og gögnin leyfa en ég held það geti samt verið meira villandi eða meira ruglandi við fyrstu sýn en klippt graf að hætti Morgunblaðsins sem sýndi bara nokkur ár aftur í tímann og næði ekki niður í núll.