Örvitinn

Vanskilaskrá og Morgunblaðstölfræði

Á forsíðu Morgunblaðsins í dag er sagt frá því að vanskil aukist hratt og því til stuðnings sjáum við þessa mynd.

Graf yfir fjölda á vanskilaskráGraf yfir fjölda á vanskilaskrá

Augljóst er af myndinni að um gríðarlega aukningu er að ræða. Það stingur þó í stúf að eins og gjarnan þegar gröf eru notuð til að sýna aukningu er búið að klippa af y ásnum, hann byrjar ekki á núlli heldur í 15,5. Ég prófaði að setja grafið upp í Excel, miðaði við graf Morgunblaðsins þar sem ég hafði engin önnur gögn og fékk út grafið hægra megin þegar ég nota sama ás. Nokkuð svipað.

Hvað gerist ef við skoðum allan ásinn og teygjum aðeins úr grafinu?

Graf yfir fjölda á vanskilaskrá

Ekki alveg jafn dramatískt.

Það er hægt að stjórna því algjörlega hvernig gögn líta út með því að leika sér með myndræna framsetningu. Þetta þarf fólk alltaf að hafa í huga þegar það skoðar línurit og gröf með fréttum og auglýsingum.

Ég er alls ekki að halda því fram að það sé ekki mikil fjölgun á vanskilaskrá en það þarf að setja hana í rétt samhengi.

Ég mæli eindregið með bókinni How to lie with statistics sem ætti að vera kennsluefni í öllum skólum.

Sjá einnig: Banaslys í umferðinni

fjölmiðlar
Athugasemdir

Jón Magnús - 17/09/09 09:30 #

HAHAHA! Þetta er yndislegt. Ég var ekki búinn að taka eftir þessu. Moggagrafið er nú meira lyga grafið, skv. því er eins og vanskil hafi verið um 2þús en hoppað upp í 19þús á einu ári.

Þeir hafa greinilega lesið bókin "How to lie with statistics" nýlega!

Teitur Atlason - 17/09/09 09:49 #

Góður punktur. Sagði ekki einhver að listin við að ljúga fælist í því að túlka tölfræði á "réttan hátt".

Erlendur - 17/09/09 09:51 #

Lies, damn lies and statistics.

Arnar - 17/09/09 09:58 #

Eh, nei.

Ef þú skoðar grafið hjá mbl.is hoppar það augljóslega úr ~15,5 í ~19,5 á tveimur árum.

Það þarf svo að hugsa smá til að átta sig á því að munurinn er ~4000 og aukningin því ~25,8%.

Hallinn (vöxturinn) á grafinu er ýktur já, alveg eins og grafið hjá Matta dregur úr sýnilega vextinum með því að tegja á honum.

Eina sem er villandi við framsetninguna er að með því að klippa á x-ásinn er látið líta út fyrir að vöxturinn sé úr nánast engu í eitthvað svaka mikið, eins og þú segir. En það virkar náttúrulega bara á þá sem 'skoða' myndirnar.

Matti - 17/09/09 10:01 #

Nei hvað? :-)

Ég teygi úr grafinu vegna þess að það er ansi samanklesst hjá mogganum. Þetta eru um 30 mánuðir á lárétta ásnum.

Matti - 17/09/09 10:06 #

Hér er seinni myndin samþjöppuð.

Ég myndi vilja sjá gögn yfir lengra tímabil.

hoppar það augljóslega úr ~15,5 í ~19,5 á tveimur árum.

Af hverju miða við 15.5 þegar graf mbl byrjar í rétt rúmlega 16? :-)

Arnar - 17/09/09 10:14 #

Miðaði bara við lægasta gildið á bilinu, sýnist það líka vera c.a fyrir akkurat 2 árum.

Matti - 17/09/09 10:15 #

Það getur stundum líka verið villandi að miða við lægsta gildi.

baldur mcqueen - 17/09/09 10:33 #

Tölfræðina má birta á ýmsa vegu; staðreyndin er sú að flestir skoða einmitt bara myndirnar án þess að spá í hvað liggur á bakvið. Mjög gott dæmi hjá þér.

Bendi einnig á vikulegan þátt á BBC, sem hlaða má niður á MP3 skrá, More or less: behind the stats. Þeir taka oft tölfræði frétta fyrir, og fletta ofan af vitleysum.

Þeir nota þá miðla eins og youtube, líkt og sjá má hér, hvar þeir svara afbakaðri tölfræði varðandi múslima.

Arnar - 17/09/09 10:48 #

Stundum villandi, já og nei.

Tæknilega séð er lækkun frá upphafi árs 2007 til loka, svo það er bara matsatriði hvort það er miðað við allt tímabilið sem þeir birta (taka lækkunarferlið með) eða bara hækkunarferlið.

Hækkunarferlið er samfelt frá lággildinu ~15,5 sem gefur tæplega 26% aukningu en ef við miðum við upphaf tímabilsins úr gildinu 16 þá er aukningin akkurat 25%. Breytir í raun ekki miklu, 25% aukning er alveg þokkaleg.

Matti - 17/09/09 10:56 #

Eins og ég tók fram í færslunni er ég ekki að halda því fram að fjölgunin sé ekki mikil.

25% aukning er þokkaleg. Aukning um 4000 af 300000, jafnvel 4000 af 200000 virkar ekki jafn tilkomumikil.

Ég var einmitt að lesa um nákvæmlega þetta í gærkvöldi í bókinni Bad Science þar sem höfundur bendir á að yfirleitt sé réttara að tala um fjölda en prósentur. Þannig getur tölfræði sagt að kókaínnotkun ungmenna hafi aukist um 25% þegar tölurnar segja okkur að áður hafi fjórir af hundrað prófað kókaín en nú fimm af hundrað.

Um þetta fjallaði einmitt bloggfærslan. Framsetning á gögnum skiptir miklu máli og fjölmiðlar ýkja oft. Þeir sem horfa bara á grafið (en rýna ekki í það) fá á tilfinninguna að fjölgun á vanskilaskrá sé miklu meiri en 25%.

Eggert - 17/09/09 10:58 #

Matti er alls ekki að gera lítið úr 25% aukningu. Hann er bara að benda á þá staðreynd að grafið hjá Mogganum sprengir þessa aukningu upp.

Með því að færa núllið upp í 15,5 er Mogginn svona hálfpartinn að gefa í skyn að 15.500 manns sé eðlilegur fjöldi á vanskilaskrá.

Þetta er annars y-ásinn sem er verið að breyta kvörðun á, Matti - x-ásinn er tími, sem byrjar náttúrulega ekki í núlli, þó svo Mogginn sé kristið blað.

Matti - 17/09/09 11:00 #

til að sýna aukningu er búið að klippa af y ásnum,

Ég var löngu búinn að laga þetta í færslunni ;-)

Arnar - 18/09/09 10:25 #

En sko..

.. æji ég skal bara þegja :)