Örvitinn

Af hverju hrundu WTC turnarnir?

Turnarnir hrundu vegna þess að risastórar flugvélar hlaðnar miklu eldsneyti flugu á þá. (punktur)

(via reddit)

samsæriskenningar
Athugasemdir

Björn Ómarsson - 17/09/09 19:19 #

Þessum þætti tekst að mínu mati að benda á allt það sem er ómerkilegt í þessari hermun ("the simulation shows the impact from Many Different Angles!!") á meðan þeir minnast ekki á það sem skiptir raunverulega máli. Hversu mikið breyttu þeir breytunum í módelinu til að athuga hvort hermunin stæðist (sensitivity analysis)? Hvaða breyta skiptir mestu máli? Hitastigið? Efniseiginleikar burðarbitanna? þetta eru allt spurningar sem myndu sýna hversu "Robust" þessi hermun er.

Ég er alveg viss um að verkfræðingarnir við Purdue reyndu að gefa þáttastjórnendunum þessar upplýsingar, en þær eru ekki jafn spennandi og að sýna áreksturinn frá mörgum sjónarhornum!

Ég efast ekki um gæði þessarar hermunar, en þetta myndband er að mínu mati dæmi um "Bad Science".

Kristinn - 17/09/09 20:12 #

En bygging 7?

Bygging 7 er ákaflega merkilegt dæmi.

Matti - 17/09/09 20:44 #

Mér finnst koma ágætlega fram í myndbandinu að tölvulíkanið var afar nákvæmt og niðurstöður í samræmi við kenningar. Það er bara lítill hluti af myndbandinu og það er ekki kafað djúpt ofan í málið - en mér finnst þetta þó hafa komið fram.

Mér finnst bygging 7 alltaf minna og minna merkilegt eftir því sem ég les meira. Hvað stendur eftir sem er ákaflega merkilegt?

Arnar - 18/09/09 10:46 #

Nei nei Matti, þetta vídeo er örugglega beint úr áróðursdeild yfirvalda til að hylma yfir allt saman. :P

Sem áhugamaður um samsæriskenningar hef ég lesið ýmislegt um þetta dæmi og finnst flest af því bull. 'Bestu' rökinn sem ég hef séð er að það hafi oft kveiknað í svona stálgrindar húsum áður og þau ekki hrunið þótt eldarnir hafi kannski logað í fleirri daga. Það gleymist hinsvegar að taka tillit til eins smáatriðis, það flaug ekki þota inn í hliðina á þeim.

Bjarki - 18/09/09 12:01 #

Jamm það er óhugsandi að 60 tonna málmklumpur á 800 km hraða hafi teljandi áhrif á burðarvirki háhýsis.

Annars finnst mér South Park útfærslan á 9/11 samsæriskenningunum trúlegust. :)

Helgi Briem - 18/09/09 13:46 #

"60 tonna málmklumpur á 800 km hraða" með 38 þús lítrum af steinolíu innanborðs.

Kristinn - 18/09/09 20:15 #

Já, skýringarnar eru sæmilegar, en það er samt eitthvað svo loðið að bygging 7 hafi hrunið svona fullkomlega ofan í eigið spor, fyrsta járnbygginga til að hrynja eftir elsdsvoða, að miðjuhlutin hafi farið fyrst, þrátt fyrir einungis takmarkaðar útvortis skemmdir og það allt.

Jú, auðvitað hljómar þetta allt eins og fantasía ef maður er ákveðinn í að gefa þessu ekki séns. En bygging 7 finnst mér alveg á mörkum þess trúanlega.

Ég skil þó vel fólk beggja meginn við það borð, en það þarf enginn að segja mér að það sé augljóslega ekkert fishy við það dæmi. Það er þá í það minnsta lygileg tilviljun ef ekki annað, og það er í sjálfu sér merkilegt, ekki ómerkilegt.

mbk,