Örvitinn

Gleymska dagsins

Í morgun gleymdum ég og Inga María sundfötum. Hún fattaði það á leiðinni í skólann og hringdi í mig. Gemsinn kemur að góðum notum.

Ég skutlaðist því með sundfötin í skólann. Fann Ingu Maríu ekki í stofunni, þurfti að fara á skrifstofuna til að staðsetja hana. Hún var í smíði og ég rölti þangað ásamt starfsmanni með lyklavald. Gat gægst aðeins á Ingu Maríu í tíma þar sem hún var einbeitt að pússa viðarbút. Það er dálítið skemmtilegt að fá að vera fluga á vegg og fylgjast með börnunum sínum. Hún sá mig fljótlega og kom til mín, fékk sundföt og gaf mér smá knús.

Næst er ég að spá í að skrifa niður lista með því sem ég þarf að muna morguninn eftir.

dagbók