Örvitinn

Lára Hanna ofsótt (af mér)

Ég skrifaði athugasemd við færslu hjá Jens Guð moggabloggara sem var samstarfsmaður minn fyrir fimmtán árum. Minntist á Láru Hönnu sem Jens telur langbesta bloggara landsins, segir að hún hafi "yfirburði". Ég er ekki sammála og skrifaði:

Ég get tekið undir með þér að Lára Hanna er ágætur bloggari, ef bloggara má kalla. Hún er náttúrulega fyrst og fremst í því að afrita efni annarra. Ég myndi eiginlega frekar kalla hana (ágætis) vefbókasafn.

Ég kíki nokkuð reglulega á bloggið hennar Láru og get ekki séð betur en að meirihluti innihaldsins séu afrit af öðrum miðlum. Ekkert út á það að setja í sjálfu sér þó hugsanlega megi segja að stundum sé þetta vafasamt í ljósi höfundaréttarlaga. Það er önnur umræða. Því kom ég með þess líkingu við vefbókasafn. Get ekki séð að hún sé hrikalega neikvæð. Mér hefur alltaf þó eðlilegra að bloggarar vísi á efni á öðrum síðum í stað þess að afrita það á sína. Stundum er það ekki hægt og þá ekkert að því að birta afrit.

Lára Hanna tekur þessu eitthvað illa og svarar fyrir sig í bloggfærslu.

Ég fæ frekar kaldar kveðjur í athugasemdum, er sagður auli, fullur af öfund, gapuxi og gúbbi. Sagt að ég sé að reyna að "draga úr henni", athugasemd mín sé "niðurrif" og "öfundartal". Lára Hanna kallar mig "vitring" en meinar það væntanlega ekki á jákvæðan hátt,. segist bara hafa þurft að gera grín að mér. Guðgeir toppar þetta í athugasemd:

Erfitt að velta fyrir sér 'mótív' þeirra sem koma með þessa gagnrýni. Máski þarna séu á ferðinni rétttrúnaðarmenn sem reyna að ófrægja þig vegna þess að þú aðhyllist ekki hinn eina rétta sannleika? Eflaust líklegra að um sé að ræða sjálfhverfar smásálir sem eru fullir öfundsýki vegna vinsælda bloggsins þíns.

Það er dálítið forvitnilegt að um leið og þetta fólk heldur að ég sé að reyna að þagga í Láru Hönnu vegna þess að mér standi stuggur af henni taka nokkrir undir það sem ég segi.

Í athugasemd skrifar Lára:

En að segja að bloggið mitt sé "fyrst og fremst afrit af efni annarra" er bara kjánalegt. Nema þú sért með þeim orðum að einblína á ítarefnið og afskrifa allt sem ég hef skrifað sjálf - sem er gríðarlega mikið efni.

Vissulega hefur Lára Hanna skrifað mikið sjálf, en afritað efni sýnist mér töluvert meira. Sérstaklega ef við tökum myndböndin með.

vefmál
Athugasemdir

Óli Gneisti - 18/09/09 22:38 #

Aldrei hættir maður að verða hissa á fólki. Ég get bara ekki séð hvernig er hægt að sjá þessa athugasemd þína í neikvæðu ljósi.

Ég tel annars að blogg eigi nú bara að fjalla um biluð heimilistæki, uppáhaldsteiknimyndasögurnar og fræga fólkið sem maður hefur hitt. Allavega eru allir mínir uppáhaldsbloggarar þeir sem skrifa eitthvað persónulegt.

Halldóra - 18/09/09 22:46 #

Ég hef alltaf litið á síðuna hennar Láru Hönnu sem einskonar uppflettisíðu fyrir gamlar fréttir og myndbönd því stundum, t.d. á RÚV, er efni ekki aðgengilegt eftir ákveðinn tíma eða ekki flokkað jafn vel og hjá Láru Hönnu þar sem þetta er mjög aðgengilegt. Hún á lof skilið fyrir það. En af hverju hún bregst svona ógurlega við þessum staðreyndum þínum skil ég ekki.

Matti - 18/09/09 22:47 #

Ég er alltaf að lenda í því að ofsækja einhverja moggabloggara :-)

Ég er sammála Óla um blogg. Öll uppáhaldsbloggin mín fjalla af og til eitthvað um daglegt líf bloggarans.

Matti - 18/09/09 22:53 #

Halldóra, góður punktur með myndböndin. Íslenskir fjölmiðlar mættu endilega reyna að gera myndböndin sín aðgengilegri, auðvelda bloggurum að setja þau á síður sínar og passa að þau renni ekki út. Það á einnig við um Alþingi.

Lissy - 18/09/09 22:55 #

I would suggest that the reason your comment was taken rather badly was that you took the one thing DV had praised Lara Hanna for -- her diligent service in assembling various strands of a story that had been spread out over many outlets and many months into one comprehensive blog post -- and used that same exact grounds to find fault with her blog, without acknowledging this was the very thing DV liked about it. Almost as if you had not even bothered to notice why DV liked her blog.

Anyhow, none of my business really, but since I rather did not like Lara Hanna the first 10 times or so I clicked on it, and then started to finally catch on to why it was cool only recently, this topic caught my attention.

JR - 18/09/09 22:56 #

Lára Hanna er ekki bara besti bloggarinn, hún gerir bloggið eins og maður vill að bloggið eigi að vera ! Ullýsingaveita um hluti sem skipta máli !!!!!!!!!!!!

Þið sem þykist vera að ,,gera" ( mest af því er bara bull um einskisverða hluti ) blogg ættuð að taka hana ykkur sem fyrirmynd !

Hvers vegna snýrð þú þér ekki að því sem þú ert góðir !!!!

Matti - 18/09/09 23:01 #

Lissy. Ég var reyndar ekkert að spá í hvað DV hafði sagt um Láru. Var bara að svara Jens :-)

Ég held það sé ekki einu sinni hægt að segja að ég hafi gagnrýnt síðuna hennar á þessum forsendum, ég gerðist bara svo djarfur að stinga upp á að "blogg" væri kannski ekki réttnefni.

JR. Ef þú ætlar að reyna að hrauna yfir mig á þessum vettvangi, sýndu þá kjark og gerðu það undir réttu nafni.

Matti - 18/09/09 23:13 #

Ég hef einu sinni gert athugasemd á síðunni hennar Láru, við þessa færslu. Fyrsta athugasemd mín er númer 53. Þar segir aðdáendakór Láru Hönnu að ég sé "hrútleiðinlegur" - sem ég er náttúrulega :-)

JR - 18/09/09 23:16 #

Er ekkert að ,,hrauna" yfir einhvern, vil bara segja hlutina eins og þeir eru réttir og bestir !

Ef til vill særir það hégóma einhvers !

Ef þú villt vera góður í einhverju, gerðu það þá vel eins og Lára Hanna !

Ég kem undir réttu nafni , JR !

Matti - 18/09/09 23:18 #

Ég á ákaflega erfitt með að taka nafnlaus skrif þín til mín þar sem þú segir ekkert áhugavert.

Ég skal endurorða þetta. Skrifaðu hér undir fullu nafni eða vertu úti.

Lissy - 18/09/09 23:43 #

I would imagine it is the adjective "eiginlega" which, combined with the general point, gave the comment a condescending tone. And no one likes to be talked down to. It is also a little hard to imagine that Jens was being entirely sincere, since he generally seems rather uninterested in the news, so Lara Hanna may have had her defenses up already.

Matti - 18/09/09 23:49 #

Mér finnst þú lesa dálítið mikið í orðið "eiginlega".

Jens og Lára Hanna virðast vera ansi góðir bloggvinir. Hafa skrifað fjölda athugasemd hvort hjá öðru.

Trítlóða öndin - 18/09/09 23:57 #

Önd minni þykir bloggarar fara taka sig heldur alvarlega. Merkilegur metingur, atarna. Eins og álit einhverra bloggara um aðra bloggara skipti nokkru!

Að því sögðu, tek ég fjaðurham minn ofan fyrir Matthíasi. Þegar kemur að baráttu gegn ofurvaldi trúar í samfélaginu er hann atvinnumaður. Góður maður á góðum stað. (Hafðu það, JR!)

Látum sérhvern bloggara marka sín sérkenni en látum hégóma eiga sig. Ærir það ekki bara andskotann í hugarkimum okkar sjálfra? Eða þannig... :-p

Jón Frímann - 19/09/09 00:45 #

Lára Hanna hefur gert margt ágætt með þessu bloggi sínu. Það er hinsvegar stór galli að hún greinilega þolir ekki gagnrýni í sinn, eins og fleiri af hennar kynslóð.

Ég velti því fyrir mér afhverju það er, þessi skortur á þoli fyrir gagnrýni. Var eitthvað undarlegt í vatninu á Íslandi á þessum tíma sem þetta fólk kom undir ?

JR - 19/09/09 01:48 #

Fyrir gefiði !

Vissi ekki að ég var að skrifa á síða manns sem segist vera ,,vandtrúa" !

Ef þú ert svona villtur í trúnni, þá er ég viss um að vinur þinn í trúnni vill hjápla þér, en ef til vill gegn gjaldi !

Hafðu þess vegna nokkur þúsund með þér !

Solveig - 19/09/09 01:51 #

Fyndinn metingur. Lára Hanna er bloggari ef það felst í því að skrifa um skoðanir sínar og upplifun á bloggsíðu. Ekki vantar þar persónulegar skoðanir þó þær séu ekki um heimilistæki. En hún er líka upplýsingaveita eins og einhver kallaði það. Só? Er til einhver staðall um hvernig bloggari á að vera? Er þá líka til mælikvarði á bloggbestun? Frá 1-10? Hvaða kassahugsun er það? Er einhver meiri vantrúarbloggari en annar? Hvernig er það mælt? Bara spyr. Bestu kveðjur og þakkir fyrir gott blogg, kona af ákveðinni kynslóð

Matti - 19/09/09 09:48 #

Sólveig, ég vissi ekki að það væri metingur í gangi.

Matti - 19/09/09 09:57 #

Dæmi um nýja athugasemd

Þvílíkt hallærisleg tilraun til þöggunar.

Mér fallast hendur. Sumt af þessu fólki hlýtur að vera snarbilað utan við sig.

Matti - 19/09/09 10:45 #

Þetta er ótrúlegt.

Eyja - 19/09/09 10:49 #

Matti minn, er eitthvað sem þú hefur ekki sagt okkur? Það er svo sem skiljanlegt að þú segir ekki frá því að þú sért leynilegur útsendari stjórnvalda í vinnu við að þagga niður í þjóðfélagsgagnrýnendum....

Ásgeir - 19/09/09 10:54 #

Það gefur augaleið að ef þér finnst Lára Hanna ekki vera frumlegasti og bezti bloggari á Íslandi þá ertu að reyna að þagga niður í henni. Vegna öfundar og minnimáttarkenndar, auðvitað.

Þórður Ingvarsson - 19/09/09 11:15 #

Ekki má gleyma því hvað það er ógó hallærislegt.

En einkennileg er þessi gríðarlega viðkvæmni og hörundssæri. Mætti halda að hún sé prestur.

Matti - 19/09/09 11:15 #

Uss Eyja. Auk þess koma stjórnvöld ekkert nálægt þessu, ég er leynilegur útsendari auðvaldsins :-)

hildigunnur - 19/09/09 11:24 #

Ég tek eiginlega (hehe) undir með Lissy hérna - kommentið var pínu condescending og mér finnst Lára Hanna vera að gera mjög fína hluti, einmitt með því að taka saman alls konar atriði sem fólk á erfitt með að finna, ég til dæmis kaupi ekki Moggann og finnst frábært að geta lesið greinar sem skipta máli hjá henni (væntanlega er Mogginn samt ekki eins glaður).

Viðbrögðin eru hins vegar allt annar handleggur og allt of hörð.

JR, speak for yourself. Nema þú sért tröll.

Matti - 19/09/09 12:53 #

Jæja, "pínu condescending" getur varla talist mjög alvarlegt :-)

Sævar Helgi - 19/09/09 14:01 #

Í fyrsta lagi virðist stór hluti þessa fólks sem þarna gerir athugasemdir vera ólæst. Að minnsta kosti er ótrúlegt hvernig hægt er að misskilja svona hrapallega það sem þú skrifaðir.

Í öðru lagi ertu náttúrulega óttalegur besserwisser. Kannski það fari í taugarnar á fólki. Verst bara hvað þú hefur oft rétt fyrir þér, kannski það fari líka í taugarnar á fólki.

Annars finnst mér þú bara hrútskemmtilegur.

Matti - 19/09/09 20:26 #

Vert er að geta þess að Sævar Helgi er margvottaður snillingur.

anna benkovic - 19/09/09 23:59 #

Matthías sagði ": "Ég get tekið undir með þér að Lára Hanna er ágætur bloggari, ef bloggara má kalla. Hún er náttúrulega fyrst og fremst í því að afrita efni annarra. Ég myndi eiginlega frekar kalla hana (ágætis)vefbókasafn."...

Ég verð að segja að ef þetta er hans einlæga meining má hann ekki sjálfur (..og ekki ég) vitna í "kirkjunar menn til dæmis" án þess að stimpla sig "vefbókasafn"...eða viltu kæri útskýra þig betur?

Matti - 20/09/09 00:02 #

Ég verð að játa að ég skil ekki spurninguna.

anna benkovic - 20/09/09 00:14 #

spurningin er "af hverju telur þú Láru Hönnu "vefbókasafn""??

Matti - 20/09/09 00:16 #

Það kemur fram í færslunni hér fyrir ofan af hverju ég lýsti henni á þann hátt í þessari tilteknu athugasemd.

anna benkovic - 20/09/09 00:21 #

ok skil þig... ...við erum öll meira og minna "vefbókasöfn"!sbr ......"Vissulega hefur Lára Hanna skrifað mikið sjálf, en afritað efni sýnist mér töluvert meira. Sérstaklega ef við tökum myndböndin með."....!

Matti - 20/09/09 00:39 #

við erum öll meira og minna "vefbókasöfn"!sbr

Uh, nei. Það var a.m.k. ekki það sem ég var að segja. Textinn sem þú vitnar er meira að segja nokkuð skýr því þar segi ég "afritað efni sýnist mér töluvert meira". Ég veit ekki um marga sem þetta passar við.

anna benkovic - 20/09/09 02:32 #

lára hanna hefur sérstöðu í meðferð efnis og hún á mitt hrós Matthías! Þú tekur líka á efninu á frumlegan hátt!

anna benkovic - 20/09/09 04:01 #

...vil bæta við að Lára Hanna er að "vitna i heimildir" máli sínu til stuðnings!

Matti - 20/09/09 11:35 #

Það er munur á því að vitna í heimildir og afrita efni.

Ásgeir - 21/09/09 10:34 #

Ég sé ekki hvað er neikvætt við það að segja að hún sé vefbókasafn? Bókasöfn eru mikilvægar stofnanir.

Jens Guð - 26/09/09 23:56 #

Matti minn, ég biðst velvirðingar á að hafa ekki fattað fyrr en nú að við erum gamlir vinnufélagar. Ég minnist þess ekki að við höfum rætt trúmál á sínum tíma. Enda var ég þá ekki orðinn ásatrúarmaður og þú kannski ekki kominn með þessa frábæru gagnrýnu afstöðu til trúmála. Mér er hinsvegar ljúft að rifja upp að þú varst virkilega þægilegur vinnufélagi. Bráðgáfaður, rökfastur og ég hafði á tilfinningu að þú ættir eftir að láta að þér kveða. En mig óraði ekki fyrir að það yrði á því sviði að afhjúpa trúarrugl og hindurvitni í víðri merkingu. Á þeim tíma sem við unnum saman var ég jafnframt að selja rugludöllum spákúlur, spáspil (Tarot), pendúla og allan þann pakka. Kannski vissir þú ekki af því eða að minnsta kosti kom það aldrei til tals á milli okkar. Varðandi okkur Láru Hönnu: Við þekkjumst ekki persónulega. Hún "kommentar" afar sjaldan á mínu bloggi. Kannski 2svar - 3svar á ári. En hún hefur stundum "linkað" á mitt blogg án þess að skilja eftir innlitskvitt hjá mér. Ég les hennar blogg reglulega mér til ánægju. Ég held að ég sé frekar latur við að skilja þar eftir innlitskvitt. Ég les blogg hennar næstum daglega - mér til gamans. Ég tíunda það ekki frekar að sinni en blogg hennar er áberandi. Oftast inn á lista yfir vinsælustu blogg. Ég er henni alls ekki alltaf sammála. Er virkur í Frjálslynda flokknum og upptekinn af andstöðu við kvótakerfið. Þar fyrir utan er ég ekki upptekinn af pólitík.

Jens Guð - 27/09/09 01:29 #

Ég man líka eftir að þú hafðir meiriháttar góðan músíksmekk. Ef mig misminnir ekki komstu mér upp á lag með að hlusta á Soundgarden og Pantera og kannski einhverjar fleiri slíkar eðal rokkgrúppur sem ég man ekki eftir í svip. En hafðu bestu þakkir fyrir þessar hljómsveitir sem ég man eftir að þú spilaðir fyrir mig.

Matti - 27/09/09 11:59 #

Það passar, ég hef alveg örugglega spilað Pantera fyrir.