Örvitinn

Fimm í röð

Hef spilað fótbolta síðustu fimm daga. Fyrstu þrjá dagana í hádeginu í Safamýri, þriðjudag og fimmtudag á gervigrasinu en miðvikudag inni. Á föstudag var það innibolti í Víkinni og í dag klukkan fjögur spilaði ég í íþróttasal Réttarholtsskóla.

Það merkilegasta við þetta er að ég er þokkalegur í skrokknum eftir þetta allt. Örlítið stífur í öðrum kálfa og baki en það telst ekki til tíðinda.

boltinn
Athugasemdir

Gummi Jóh - 19/09/09 19:47 #

En varstu bestur ? Það er það sem að skiptir máli.

Matti - 19/09/09 19:53 #

Úff nei, ég var frekar glataður í dag :-) Ég verð bestur eftir viku.

Svenni - 19/09/09 21:43 #

Það er langbest að æfa bara á fullu ofan í harðsperrurnar á hverjum degi. Þá hverfa þær næstum strax en hanga annars í manni heillengi.

Líkaminn er ótrúlega fljótur að aðlagast næstum hvaða álagi sem er.

Lissy - 19/09/09 23:14 #

I walked over to the trash cans in my high heals a little bit ago, and realized it was the most exercise I had had all day. I need to join a soccer team, I think!

Matti - 19/09/09 23:16 #

Það er þó eitthvað :-) Ég mæli með fótboltanum.