Örvitinn

Hnakkus um hjátrúarbragðafræði

Skyldulesning

Hjátrúarbragðafræði

Ég er orðinn þreyttur á að heyra fólk sem heldur að það sé nútímalegt og frjálslynt segja að almenn trúarbragðakennsla eigi að koma í stað kristinfræðikennslu. Það er ömurleg hugmynd. Næstum því jafn ömurleg og kenna kristinfræði til að byrja með.

Ég hef alltaf viljað að börn læri um hin ýmsu trúarbrögð, en Hnakkus er með þetta:

Það er alveg nóg að renna í gegnum helstu óra forfeðra okkar í mannkynssögutímum og skoða hvaða áhrif þeir höfðu á söguna. Það þarf ekkert sér fag undir stök trúarbrögð né undir einhvern fjölmenningarlega umburðarlyndan hjátrúarkokteil. Það er andskotans nóg af mikilvægara efni sem er hægt að kenna krökkum. Til dæmis væri hægt að fræða þau um vísindaleg vinnubrögð, efahyggju og sjálfstæða hugsun svo verði ekki trúarbrögðum að bráð og endi sem kristnifræðikennarar eða eitthvað þaðan af verra.

Því miður hefur illa gengið að biðja um hlutlausa kennslu um trúarbrögð. Ég benti einu sinni á að sú krafa væri hugsanlega of hógvær, við ættum að krefjast þess að trúarbrögð væru gagnrýnd í skólum. Þá færi fólk kannski að hlusta og myndi sjá hversu fáránlega eðlileg krafa það er að trúaráróðri sé ekki haldið að börnum í skólum. Í greininni benti ég einnig á það undarlega viðhorf biskups og fleiri að það að boða ekki kristni í skólum væri í raun boðun gegn kristni. Æi, þetta fólk er náttúrulega dálítið klikkað.

kristni vísanir
Athugasemdir

Haukur - 20/09/09 22:55 #

Mér finnst þetta efni ekki passa neitt óskaplega vel inn í sagnfræðikennslu. "Hvað er Íslam og hvernig er það iðkað í dag?" er a) eitthvað sem mér finnst að grunnskólabörn eigi að læra og b) eiginlega ekki sagnfræðileg spurning.

Matti - 20/09/09 23:35 #

Er ekki kennd Samfélagsfræði í grunnskólum í dag?