Örvitinn

Umframtími

Ég man ekki eftir að hafa séð fótboltaleik spilaðan í 96 mínútur nema eitthvað alvarlegt hafi gerst. Annað hvort slæmt slys á velli eða vesen í áhorfendum.

Á Old Trafford er nóg að heimamenn séu undir þurfti að skora.

boltinn
Athugasemdir

Siggi Óla - 21/09/09 13:24 #

Hehe nema í þessu tilfelli voru heimamenn alls ekki undir heldur var jafnt, var það ekki?

"Bellamy scores at 89:55, after the four minutes were signalled. Play wasn't restarted until 91:01 (1:06 time wasted). MU won a corner, Anderson was subbed for Carrick (30 seconds). That gives us a total of 1:36 over the original four, and Owen scored at 95:28 (ie 8 seconds short of this)."

Þarna má náttúrulega gagnrýna það að dómari hafi gefið auka tíma vegna tafa sem urðu þegar bolti var ekki í leik eftir markið sem var skorað á 90. mínútu en á móti má segja að það væri ósanngjarnt ef lið kæmist upp með að "fagna" út uppbótatímann. Þá myndu liðin auðvitað spila inn á það þannig að dómari verður að bregðast við því. Bolti getur hæglega verið kominn í leik 20-30 sek eftir mark en það gerur líka hæglega tafist um 2-3 mínútur ef mikið er fagnað.

Í öðru lagi má benda á það að bæði liðin voru með allann tímann eftir því sem ég sá best og þar sem bæði höfðuð skorað þrjú mörk í níutíu mínútna tímarammanum höfðu þau algjörlega jafnan möguleika á að skora í uppbótartíma, eða hvað?

Það er enn þessi seigfljótandi mýta um heimadómara á Old Trafford sem margir vilja halda á lofti en er að sálfsögðu úr lausu lofti gripin ;)

Matti - 21/09/09 13:29 #

Það er enn þessi seigfljótandi mýta um heimadómara á Old Trafford sem margir vilja halda á lofti en er að sálfsögðu úr lausu lofti gripin ;)

Ég bætti vísuninni á Graham Poll væntanlega inn eftir að þú byrjaðir á athugasemd þinni. Ég held að Graham Poll viti eitthvað um málið ;-) Svo var Mark Hughes eitthvað að minnast á þetta líka, en hann hefur eitthvað spilað á Old Trafford.

"Historically it has happened before. I was in teams here where we always had a little bit of benefit. I never felt it was an issue when we played here.

But since I have left maybe I have changed my view on that. I am not going to question anyone's integrity but I do not know where has got seven minutes from." #

En fyrst þú talar um tafir í umframtíma.

Í fyrradag var West Ham einu marki undir á móti Liverpool. Liverpool skipti um leikmann í umframtíma. Ég varð ekki var við að dómarinn bætti við tíma.

Í upphafi tímabils var Liverpool einu marki undir á móti Tottenham. Dómarinn stöðvaði leikinn til að reka aðstoðarstjóra Liverpool af bekknum. Auk þess voru aðrar uppákomur í umframtíma. Ég man ekki eftir að dómarinn bætti við tíma.

Það er engin regla sem segir að dómari eigi að bæta við tíma vegna skiptingar í umframtíma.

Eins og ég sagði, þá man ég ekki eftir að hafa séð leik fara í 96 mínútur nema eitthvað hafi komið upp á - nema á Old Trafford.

Liverpool skoraði nokkrum sinnum sigurmark í umframtíma (sem þó var bara þrjár eða fjórar mínútur) á síðustu leiktíð og ég man ekki eftir því að dómarar hafi bætt við tíma vegna þess. T.d. á móti City á útivelli.

Svo reyndar um daginn þegar Chelsea þurfti að skora sigurmark á móti Stoke.

En það er rétt hjá þér, það er nóg að heimamenn þurfi að skora eitt mark :-)

Siggi Óla - 21/09/09 13:56 #

Já vísunin var ekki komin inn þegar ég byrjaði.

Það er örugglega ekkert grín að mæta til að dæma á Old Trafford og fá "hárblásara" frá Ferguson eins og Poll segir frá þó ég hafi fulla trú á að dómarar sem koma þangað hafi aldrei annað í hyggju en að dæma vel og rétt.

En já ég er algjörlega sammála því að þetta með uppbótartímann er leiðindarmál, það er allt of laust í reipunum og happa og glappaaðferðin notuð hjá dómurum. Einn gerir svona og annar hinsegin það og er ekki til þess fallið að auðvelda dómurum vinnu sína eða skapa sátt um leiklok. Þarf klárlega að gera þetta mikið skýrar eins og Poll talar líka um. Allt of margir leikir sem enda með skætingi út af þessu.

Matti - 21/09/09 14:01 #

Það má ekki gera fótboltann of "vélrænan", það er viss sjarmi við að hafa dómara og línuverði sem gera af og til mistök. Á móti kemur að það þarf að fylgjast vel með því að dómarar klúðri ekki málum reglulega.

Hvers á Tottenham eiginlega að gjalda frá Howard Webb? Á síðasta tímabili gaf hann United rugl víti á Old Traffrod. Nú mæta þeir á Stamford Bridge og Webb dæmir ekki 100% víti þegar brotið er á Keane í stöðunni 1-0. Mínútu síðar bætir Chelsea við marki.

Aftur biður Webb Tottenham afsökunar eftir leikinn og þar með er málið búið!

Siggi Óla - 21/09/09 14:12 #

Held að það myndi ekki gera boltann of vélrænan þó að tímavarslan yrði tekinn af aðaldómara og færð á fjórða dómarann. Aðaldómarinn hefur í nógu að sýsla þó að hann þurfi ekki að fylgjast með klukkunni og meta um leið sekúndur í tafir til eða frá á lokamínútunum þegar oft er ansi mikið um að vera.

Um einstaka dóma er endalaust hægt að deila en það þarf vissulega að fylgjast mjög vel með hvort dómarar séu endurtekið að dæma "skrítna/ranga" dóma hjá einstökum liðum. Villur hjá dómurum ættu nú að jafnaði að vera nokkuð random og ég er klár á því að sá dómari dæmir ekki lengi sem sannanlega er með óeðlilega tölfræði.

Matti - 21/09/09 14:14 #

Já, kannski ætti fjórði dómarinn að vera tímavörður.

Bragi Skaftason - 21/09/09 15:04 #

Hver er tilgangurinn með því að hjakka í þessu fari. Er verið að reyna að sýna fram á að allir dómarar á Englandi séu United aðdáendur og allt sé þetta eitt stórt samsæri? Varla trúið þið því? Þetta var skrýtin viðbót við getum alveg verið sammála um það en í endann þá skoraði United 4 mörk en City bara 3. Þannig virkar fótbolti. Bæði lið fá jafn langan tíma til að troða tuðrunni inn og annað liðið hafði meiri getu til að spila fótbolta.

That is all.

Matti - 21/09/09 15:07 #

Hver er tilgangurinn með því að hjakka í þessu fari. Er verið að reyna að sýna fram á að allir dómarar á Englandi séu United aðdáendur og allt sé þetta eitt stórt samsæri? Varla trúið þið því? Þetta var skrýtin viðbót við getum alveg verið sammála um það

Hver er þá tilgangurinn með þessari athugasemd? ;-)

Axel - 21/09/09 15:23 #

Mér finnst þessi viðbót skrýtin hvort sem það hefði verið United eða City sem hefðu skorað. United hafði hins vegar verið mun líklegra liðið til að skora allan nær allan seinni hálfleikinn svo það var líklegra að þeir myndu hagnast á lengri uppbótartíma þó það væri auðvitað ekki sjálfgefið.. Svo má minnast á það að það voru þrjár skiptingar að ég held í seinni hálfleik og mjög lítið um tafir af öðrum orsökum. "Eðlileg" uppbót hefði því kannski átt að vera 2-3 mín. en ekki 4 eins og dómarinn gaf í byrjun.

Matti - 22/09/09 09:31 #

Revealed: Manchester United get more injury time when they need it
After the controversy over Michael Owen's winning goal in Sunday's Manchester derby, the Guardian has looked at all of United's league matches at Old Trafford since the start of the 2006-07 season and discovered that, on average, there has been over a minute extra added by referees when United do not have the lead after 90 minutes, compared to when they are in front.

Siggi Óla - 24/09/09 12:56 #

Þá hlýtur að vera næsta mál að renna yfir þessa leiki líka og athuga hvort það er skýring á þessum sekúndum.

Er það til dæmis möguleiki að lið sem komast yfir á Old Trafford beiti kerfisbundnum aðferðum til að reyna að tefja í leiktíma til dempa leikinn og að halda fengnum hlut. Til dæmis margar skiptingar til að þétta vörnina, liggja lengi og grenja við brot, drolla við að taka horn, innköst, útspörk og aukaspyrnur. Í sjálfu sér er það ekkert síður líklegt heldur en að dómarafélag úrvalsdeildarinnar séu með samhæft kerfi til að hjálpa MU við að vinna ;)

Nú ef sannast að það er engin fótur fyrir þessum sekúndum annar en að dómararnir séu að "aðstoða" heimaliðið við að ná hagkvæmum úrslitum þarf að sjálfsögðu að bregðast hart við og bæta úr því.

Í greininni er reyndar ekkert minnst á hvort þetta hafi verið skoðað hjá fleiri liðum, það er að segja hvort það er hugsanlegt að það sé almennt ríkjandi á bretlandseyjum að leikir séu að jafnaði aðeins lengri ef heimalið er að tapa. Það er bara minnst á meðaltöl á Anfield, Emirates Stadium og Stamford Bridge en ekki hvernig skipting er eftir hvort heimalið er undir eða yfir í uppbótartíma.

Þetta þarf væntanlega allt að skoða og greina áður en hægt er að alhæfa út frá tímamælingunum ;)