Örvitinn

Kristni þjóðarflokkurinn er djók

Ég elska Kristna þjóðarflokkinn. Þvílík og önnur eins snilld.

Einhverjir djókarar settu upp síðu þar sem þeir þykjast vera Jón Valur Jensson, Guðmundur Pálsson læknir (GP vill ítreka og leggja áherslu á að hann er læknir) og fleiri trúmenn. Þarna gera þeir endalaust grín að þessu fólki. Þetta er næstum jafn gott og Baggalútur

Grínistarnir þykjast t.d. vera að missa hland og saur vegna þess að múslimar fá að biðja bænirnar sínar í kapellu Háskólans. Eins og það sé búið að blessa sérstakt bænaherbergi fyrir eitt trúfélag í æðstu menntastofnun þjóðarinnar þar sem fólk kemur saman til að læra gagnrýna hugsun og akademísk vinnubrögð. Þvílík vitleysa. Hverjum myndi detta annað eins í hug.

Ég vona innilega að þessir náungar haldi djókinu áfram. Sá sem þykist vera Jón Valur er einstaklega fyndinn, nær honum rosalega vel og gengur meira að segja svo langt að taka upp sömu ritskoðunarstefnu og Jón Valur. Er jafnvel enn meiri rugludallur en orginallinn. Hér gengur hann þó aðeins of langt og kemur upp um grínið:

Ég þakka innleggin frá því í nótt, en hjákátleg er þessi umturnan Axels Jóhanns á orðum Jesú [Innskot: Axel skrifaði: "Sagði ekki Kristur að við ættum að elska „óvini“ okkar eins og okkur sjálfa? Er ekki umburðalyndi og kærleikur í garð náungans hornsteinn Kristinnar trúar?"] til að réttlæta misnotkun kristinnar kapellu til annarlegrar trúariðkunar. Þessi útlegging á boðskap Jesú er fullkomlega óeðlileg, textanum og samhengi hans framandi. En Axel Jóhann lítur þó á þessa múslimsku notkun kapellunnar sem löðrung á kristindóminn og að viðbragð okkar eigi að vera það að fá fleiri slíka löðrunga! Þykir honum þá ekki eðlilegt að álykta, að múslimar og hverjir aðrir sem það kjósa, trúaðir allra tegunda og vantrúaðir, eigi að fá að misbrúka kirkjur landsins á sama hátt?

Ok, ég vildi að þetta væri grín en svo er víst ekki. Kristni þjóðarflokkurinn er til í alvörunni. Það er í alvörunni kapella í aðalbyggingu Háskóla Íslands og trúarnöttararnir eru í alvöru að fríka út vegna þess að aðrir trúarhópar fá aðgang að kapellunni. Ef þeir bjóða sig fram gætu þeir alveg náð manni á þing, það er nefnilega til nóg af ansi biluðum trúarnötturum hér á landi. Ég hélt það væri nóg fyrir þetta lið að hafa Árna Johnsen og Höskuld Þórhallsson á þingi.

vísanir
Athugasemdir

Matti - 24/09/09 17:36 #

Mér sýndist einhver vera að skrifa athugasemd en ekkert kom. Hætti hann við eða klikkaði eitthvað í kerfinu? Ég hef ekki grun.

Jón Magnús - 25/09/09 10:46 #

Hvað næst - ætlaru að fara fylgjast með fólki á klósettinu?!!?! ;)

Matti - 25/09/09 10:47 #

Hefurðu ekki tekið eftir vefmyndavélinni sem ég kom fyrir inni á kamar?

Mummi - 25/09/09 11:29 #

Meðan hún er ekki ofan í kamrinum... ;)

Matti - 25/09/09 12:10 #

Auðvitað fór hún ofan í kamarinn. Eins og Jónína segir, þá sýnir ristillinn þinn innri mann.

Örn - 25/09/09 17:56 #

Ég skrifaði færslu í síðustu viku þar sem ég velti fyrir mér hvort eitthvað sannleikskorn sé að finna í Invasion of the Body Snatchers. Nú er ég hins vegar sannfærður. Að lesa steypuna hjá Kristna þjóðarflokkinum sannfærði mig. Þetta allt minnir mig á línu úr annarri mynd, Blazing Saddles: "What in the wide, wide world of sports is going on here?"

Haukur - 25/09/09 20:34 #

Ég hefði nú ekkert á móti því að hafa aðgang að svona aðstöðu. Ætli ég geti fengið hann - ef ég lofa að skilja ekki eftir fótspor á mottunni?

Matti - 26/09/09 11:40 #

Nýjasti pistill JVJ er ótrúlegur. Djöfull getur fólk logið.

Ég setti inn stutta (og málefnalega) athugasemd sem bíður samþykkis :-)

Tinna G. Gígja - 27/09/09 10:08 #

Ég myndi ekki halda í mér andanum. Sástu ekki skilmálana?

"Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að fjandskap við kristindóm og kirkju."

Matti - 27/09/09 12:00 #

Jamm, ég er ekkert mjög bjartsýnn á að ég fái að tjá mig þarna.

Ég er ekkert mjög bjartsýnn á að ég fengi að tjá mig yfir höfuð ef þetta lið kæmist til valda.