Örvitinn

Þjóðin, þingið og bænin

þjóðin ber ykkur á bænarörmum og yfir ykkur vakir Gvuðs góði andi sem mun blessa ykkur hvert og eitt og leiða í ykkar ábyrgðarmiklu störfum svo þau megi verða til heilla landi og þjóð.

Sagði Jón A. Baldvinsson vígslubiskup á Hólum við þingmenn í Dómkirkjunni rétt áðan.

Mér finnst alltaf jafn gaman þegar því er haldið (óbeint) fram að ég tilheyri ekki þessari blessuðu þjóð.

Fyrr hafði því víst verið haldið fram að þorri þjóðarinnar styðji ríkiskirkjuna en örfáir hafi villst af vegi og siðrof sé afleiðing þess. Hrunið er semsagt þeim að kenna sem ekki eru í þessari andskotans ríkiskirkju.

kristni pólitík
Athugasemdir

Haukur - 02/10/09 12:08 #

Tvennt sem mér skilst af þessari prédikun:

Að éta hrossakjöt stríðir gegn kærleiksboðorði Krists.

Sturlungaöld var heiðni að kenna, ekki kristni, þrátt fyrir að heiðni hafi verið bönnuð með lögum í 250 ár.

Óli Gneisti - 02/10/09 19:18 #

Ég hef gjarnan sagt þann brandara að frelsi og mannréttindi á Íslandi séu kristni að þakka en það tók bara rúm níuhundruð ár að láta hana síast inn. Kallinn virðist hafa breytt þessum brandara mínum í predikun.

Einar Jón - 05/10/09 05:19 #

No true Scotsman strikes again...