Örvitinn

Kókdrykkja

Ég hef ekki drukkið kók í meira en sjö ár. Var agalegur diet kók fíkill, drakk tvo lítra á dag að jafnaði. Fannst þetta komið út í vitleysu og hætti einn daginn. Komst líka að því að það var ekki lengur kók í kókinu, læt ekki svindla svona á mér! Var með fráhvarfseinkenni í viku þar sem ég drekk ekki aðra koffíndrykki.

Ég þarf semsagt lítið að hafa fyrir því að minnka viðskipti mín við Vífilfell.

Vona að það komi engar svakalegar fréttir af Ölgerðinni, ég er nefnilega dálítið djúpt sokkinn í Kristalinn.

dagbók
Athugasemdir

Eyja - 05/10/09 14:48 #

Eins gott að muna að halda sig við Kristalinn í staðinn fyrir Topp sem er frá Vífilfelli.

Ég er löngu hætt að drekka gosdrykki, þetta er bölvað glundur allt saman. En ég kaupi stundum Kristal og fæ sting í magann í hvert sinn af samviskubiti yfir þeirri sóun sem í því felst að kaupa sér vatn í plastflösku.

Matti - 05/10/09 18:08 #

Já, það er frekar fáránlegt að borga stórfé fyrir vatn í flöskum. Mér finnst Kristall með sítrónu eða Mexican lime bara ansi góður.

Ætti samt að venja mig á að drekka meira vatn úr krana.