Örvitinn

Höfundarréttarvarið efni á moggabloggi

Moggabloggarar fengu póst í morgun. Ég er með aðgang á moggabloggi sem ég nota til að skrifa athugasemdir.

Höfundarréttarvarið efni á blog.is

Að gefnu tilefni er skráðum notendum blog.is bent á eftirfarandi atriði sem finna má í skilmálum blog.is:

"Notkun á texta, skjölum, hugbúnaði, myndböndum, tónlist og öðru höfundaréttarvörðu efni á síðunni er óheimil nema með samþykki rétthafa. Slíkt efni verður fjarlægt að beiðni rétthafa. Ef notandi bloggsíðu gerist ítrekað sekur um að setja höfundaréttarvarið efni inn á síðu áskilur Morgunblaðið sér rétt til þess að loka viðkomandi síðu."

Notendum er bent á að fara yfir vefi sína og athuga hvort þessir skilmálar hafi hugsanlega verið brotnir.

Svo kemur fram að ábending hafi borist útaf tónlist sem margir moggabloggarar eru að deila með öðrum.

Ég er samt ansi hræddur um að sumir moggabloggarar gætu lent í klípu ef þessu verður fylgt eftir á breiðum grundvelli.

vefmál