Örvitinn

Þórhallur þöggunarstjóri

Séra Þórhallur Heimisson er merkilegur gaur. Nú spyr hann hver sé þöggunarstjórinn og ræðir um pólitík og opna umræðu sem er dálítið fyndið því Þórhallur er alls enginn aðdáandi opinnar umræðu.

Auk þess hefur Þórhallur lokað fyrir athugasemdir frá moggabloggsnotanda Vantrúar sem Lárus notaði (og kvittaði undir).

Svarið er því frekar einfalt. Essasú Þórhallur?

Ýmislegt
Athugasemdir

Matti - 05/10/09 14:45 #

Þórhallur lýgur í athugasemd.

Vésteinn - ég banna ekki "notanda eftir notanda" aðeins þá sem hafa beitt illmælgi og níði annaðhvort í bréfum til mín eða á öðrum vettvangi.

Þeir verða að eiga um það við sig.

Og menn sem skrifa undir dulnefni útiloka ég líka frá blogginu mínu.

Lái mér það hver sem vill - en ég held nú að slíkt sé ekki að útiloka neinn frá umræðunni sem vill taka þátt heiðarlega og opið.

Ásgeir - 05/10/09 17:12 #

Það væri áhugavert að taka saman athugasemdir ykkar Hjalta. Þá getum við séð svart á hvítu illmælgina og níðið.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 05/10/09 17:58 #

Ég held að þetta sé það versta sem ég hef sagt:

Mér finnst það vera merki um að Þórhallur viti hve lélegan málstað hann hefur fyrst hann þorir ekki að hleypa þessari athugasemd í gegn. Og frekar aumingjalegt.#

Þarna er hann líka nota bene þegar byrjaður að ritskoða.

Þetta er líka miklu verra en ef ég myndi t.d. kalla hann níðing og segði að hann léti ekkert gott af sér leiða, hjálpaði engum og huggaði engan á erfiðum tímum. #

Annars les Þórhallur þessa færslu örugglega, þannig að ég leyfi mér bara að spyrja hann beint: Þórhallur, hvaða ummæli frá mér voru svo slæm að þér fannst réttlætanlegt að banna mig?

Matti - 05/10/09 18:02 #

Takið eftir að Þórhallur skilur eftir glufu því hann bannar "þá sem hafa beitt illmælgi og níði annaðhvort í bréfum til mín eða á öðrum vettvangi". Þannig að þegar hann getur ekki vísað á athugasemdir á bloggi sínu gæti fólk haldið að við höfum verið að úthúða honum í tölvupósti.

Varstu að senda honum haturspóst Hjalti? :-)

Annars minnir þetta mig á annan moggabloggara sem vísaði alltaf í það sem ég sagði eftir að hún ritskoðaði mig sem rökstuðning fyrir því að hún hafi ritskoðað mig á sínum tíma. Sú manneskja sér væntanlega fram í tímann.

Ásgeir - 05/10/09 18:04 #

Spurning hvort þetta flokkist ekki bara sem ærumeiðingar, að saka ykkur um níð og illmælgi að ósekju.

(Ég fattaði það auðvitað núna. Það er náttúrulega níð og illmælgi að vera ósammála Þórhalli og hafa orð á því.)

Matti - 05/10/09 18:07 #

Sífelldar ásakanir Þórhalls um hvað ég er fordómafullur komast nú nær því að vera ærumeiðingar. Sumt af því hafa verið óskaplega lélegar tilraunir til að dæma mig úr leik í umræðunni.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 05/10/09 18:08 #

Varstu að senda honum haturspóst Hjalti? :-)

Ég hef tvisvar sent honum tölvupósta til þess að leiðrétta villur hjá honum, það flokkast kannski sem "níð og illmælgi" hjá honum.

Matti - 05/10/09 18:10 #

Ég held ég hafi aldrei sent honum tölvupóst. Sendi séra Svavari einu sinni tölvupóst til að spyrja af hverju hann ritskoðaði mig. Fékk aldrei svar.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 05/10/09 18:18 #

Ég var að fatta að kannski tekur hann bara gríni rosalega illa.

Matti - 06/10/09 08:38 #

Þórhallur í athugasemd

Eins og ég segi, ég banna þá sem halda uppi illmælgi í sínum skrifum. Ég ræði ekki þessa tvo menn [mig og Hjalta] hér.

Hann lýgur þessu einfaldlega. Það geta allir staðfest sem skoða málið.

Einar Jón - 06/10/09 09:36 #

Þórhallur: En notendanafnið Vantrú, það banna ég vegna þess að það kemur fram undir merki trúarníðs, sem er afbökun á helgasta merki kristinna manna.

Getur ekki verið að þið Hjalti hafið framið "trúarníð" á síðunni hans Þórhalls (eða á vantrú, eða einhvers staðar á förnum vegi)?

Matti - 06/10/09 09:38 #

Það getur verið. Annars er Þórhallur að vísa í lógóið sem er á moggabloggsíðu Vantrúar. Þetta hér:

Matti - 06/10/09 10:20 #

Var að renna yfir eldri umræðu hjá Þórhalli og sé ekki betur en að stór hluti athugasemda sé einfaldlega horfinn.

Þórður Ingvarsson - 06/10/09 18:29 #

Bíddu, tókstu þátt í þessari umræðu og eru allar athugasemdir þínar horfnar?!

Matti - 06/10/09 20:36 #

Nei, ég tók ekki þátt var bannaður þegar þarna var komið við sögu, reyndi að kommenta með notanda vantrúar en það gekk ekki. Jón Frímann tók þátt (miðað við athugasemdir Sindra) og allar hans athugasemdir eru horfnar. Hugsanlega er hann búinn að eyða sínum aðgangi sjálfur. Er nokkuð viss um að Helgi Briem kommentaði einnig, a.m.k. vitnar Hjalti í athugasemd Helga.

Nonni - 07/10/09 13:00 #

Er ekki möguleiki að Davíðshatarar hafi verið að stroka út bloggin sín?

Matti - 07/10/09 13:01 #

Jú, það gæti verið málið.

Dálítið kjánaleg útfærsla á moggabloggi ef allar athugasemdir hverfa við það.

Matti - 07/10/09 17:54 #

Vésteinn biður Þórhall að koma með dæmi um níð mitt og Hjalta. Hann svarar:

Vésteinn - lestu skrifin þeirra á þeirra eigin síðum.

Svona er nú einfalt að ljúga ef maður er prestur.