Örvitinn

Krísa kokksins

Ég verð að játa að ég verð dálítið súr þegar börnin hrósa matnum sem kemur beint úr dós og pakka. Í kvöld voru það Goða kjötbollur í Hunts spagettísósu sem vöktu mikla lukku. Miklu meiri lukku en bollurnar sem ég legg mig fram við að elda sjálfur eða sósurnar sem ég geri frá grunni. Ég ætti kannski að hafa minna fyrir matseldinni eða elda bara fyrir okkur hjónin, stelpurnar geta fengið örbylgjumat. Svona getur hrós haft undarleg áhrif á mann.

matur
Athugasemdir

Mummi - 06/10/09 01:12 #

Kannast við þetta!

"Vá pabbi, þessi kakósúpa er æði!"

"... sigh ..."

- grettir - 06/10/09 14:47 #

Já, þetta er kunnuglegt. Börnin fúlsa við einhverri snilld (að manni finnst) sem búið er að nostra við, en borða svo á sig gat þegar boðið er upp á bjúgu eða grjónagraut.

Nonni - 07/10/09 12:57 #

Ég elda mat með það að markmiði að við eiginkonan verðum glöð. Ef drengirnir fúlsa við því verður það bara að hafa sig. Þeir fá kostamat í skólanum.

Þeir eru samt allir að koma til. Verst þegar þeir segja "Jamm þetta er fínt, en ekki jafn gott og í skólanum"