Örvitinn

Bíórýni í Morgunblaði Davíðs

Meira að segja kvikmyndaumfjöllun blaðsins er lituð af nýjum ritstjóra. Í umfjöllun um myndina Guð blessi Ísland sem frumsýnd var í gær segir Sæbjörn Valdimarsson.

Seðlabankastjóri, Davíð Oddsson, er þó sá sem verður hvað helst persónugervingur hrunsins, margir vinstrimenn hafa hugsað honum þegjandi þörfina eftir langt og lengst af farsælt tak á stjórnartaumunum. En hann sá ekki einn um söluna á bönkunum, hann stóð ekki fyrir alþjóðakreppunni sem skapaðist þegar hagkerfi nágrannalandanna hrundu með ófyrirsjáanlegum orsökum fyrir okkar litla og viðkvæma efnahagskerfi sem nokkur sjálfskipuð "Wall Street-ofurmenni", eru búin að blóðmjólka og standa nú uppi og bera af sér sakir. En horfnir eru milljarðar á milljarða ofan og eftir situr þjóðin, sár og reið.

Ekkert að því að skrifa þetta svosem, allt ágætir punktar. Vandamálið er að í Morgunblaði Davíðs virkar allt svona frekar hjákátlegt.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Lalli - 07/10/09 16:32 #

Þetta er mjög vandræðalegt hreint út sagt. Ritstjórinn varinn á öllum vígstöðvum.

Teitur Atlason - 07/10/09 18:07 #

Sæbjörn Valdimarsson gaf "Opinberun Hannesar" fullt hús nýársdag 2004.

Matti - 07/10/09 18:18 #

lol - snilld

Andri - 07/10/09 18:45 #

Var það ekki þrjár stjörnur? Hvort sem er, allt of, allt of mikið.