Örvitinn

Níðingarnir í Monty Python

Þegar kvikmyndin Life of Brian kom út fyrir þrjátíu árum urðu margir kristnir trúmenn afskaplega brjálaðir og víða var mótmælt. Sýningar á myndinni voru sumsstaðar bannaðar, liðsmenn Monty Python sakaðir um trúarníð og trúmenn lágu sárir eftir.

Ég hélt að hugarfarið hefði breyst dálítið síðan þetta gerðist.

Þórhallur Heimisson kallar liðsmenn Vantrúar níðinga og spyr Véstein nú í athugsemd:

Hvað kallar þú hóp af mönnum sem hæðast að trú annarra?

Er Monty Python ekki ágætt svar? :-)

Nei, maður getur kallað slíkan hóp ýmislegt en að mínu mati er heldur langt gengið að segja um nafngreint fólk að níðið sé þeirra eina innlegg í samfélagið, það láti ekkert gott af sér leiða, hjálpi engum og huggi engann á erfiðum tímum #. Aldrei hef ég sagt nokkuð jafn ljótt og rætið um þann blessaða mann og hef þó ýmislegt látið flakka. Þetta er ekki bara ósatt heldur ósmekklegt og óheiðarlegt hjá prestinum. Samt er það hann sem bannar mér að kommenta en ekki ég sem loka á hann!

Á sama tíma spáir Guðsteinn Haukur í virðingu fyrir skoðunum annarra. Klassískt umræðuefni þar á ferð en Guðsteinn Haukur var full fljótur að stökkva yfir í uppgerðarviðkvæmnina. Hjá Svan rökræðum ég og Theódór um svipað efni.

kristni