Örvitinn

"Hitað" pasta

Í matreiðsluþætti kvöldsins í Ríkissjónvarpinu reyndi Jóhanna Vigdís að telja áhorfendum trú um að ferskt pasta ætti ekki að sjóða heldur hita.

Ég hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu (og þó, ég heyri svo margt vitlaust).

Ferskt pasta á að setja út í bullsjóðandi saltvatn í stórum potti alveg eins og þurrkað pasta. Munurinn felst í því hversu lengi pastað er soðið.

matur
Athugasemdir

kokkurinn - 08/10/09 20:57 #

Já þetta var hryllilega ófagmannlegur þáttur og ólystugt! Átti þetta að vera brandari?

Eygló - 08/10/09 21:27 #

Hvaða voðalega snobb er þetta! Það er örugglega vel hægt að borða hitað pasta ;)

Matti - 08/10/09 21:32 #

Þegar kemur að pasta er ég afskaplega snobbaður :-)

Ásgeir - 08/10/09 22:08 #

Fyrir mánuði hefði ég tekið undir með Eygló, en ég verð að taka undir með þér, Matti.

Siggi Óla - 09/10/09 15:14 #

Jemm svo örlaði líka á ákveðinni vanþekkingu með fiskinn sem hráefni þegar hún sagði að ýsan væri svo laus í sér ef hún væri skorinn smátt.

Það er svo sem ekki alvitlaust því miðað við fisk er ýsa að jafnaði frekar laus en aðalatriðið við hold alls fisks er í hvaða og hversu miklu fæði hann hefur verið dagana/vikurnar áður en hann veiðist.

Fiskur sem hefur verið í miklu æti og bráðfitnar er alltaf miklu lausari í sér og dettur jafnvel í sundur. Getur orðið gríðarlegur munur á sömu tegund eftir ætinu sem hann hefur verið í og ýsa getur verið mjög stinn og fín en líka bráðlaus. Þetta á við um næstum allann fisk en samt eru tegundir misjafnlega "næmar" fyrir þessu.

Sá að fiskurinn sem hún var með í gær var nokkuð laus í sér, sést ágætlega á því ef maður sér strax "skífurnar" í fiskinum þegar hann er meðhöndlaður hrár.

En þetta er náttúrulega ótrúlegur sparðatíningur og gremjugagnrýni hjá mér sem er eingöngu út af því að það er svo leiðinlegt veður að ég nenni ekki neinu nema hanga í tölvunni. Spáði ekkert í þessu með pastað. :) Leist samt mjög vel á marineringuna og ætla mér að prufa hana :)

Matti - 09/10/09 16:31 #

Já, þú veist alltof mikið um fisk :-)

SiggiSv1 - 16/10/09 20:02 #

Það er gott að það eru fleiri sem deila skoðun minni á þessum matreiðsluþætti þingfréttamannsins. Eins og til dæmis "kokkurinn" hér framar. TTK (taka-til-í-kælinum) -eldamennska sem grunnskólabörn geta gert betur. Eina góða sem má segja um þennan þátt er að margir hugsa eflaust, "ja, ég get nú alveg eldað".