Örvitinn

Stormurinn

Fór út í garð í gærkvöldi, hvolfdi borðinu og lagði stólana niður. Setti hellusteina ofan á borðið. Held það dugi. Nennti ekki meiru.

Skutlaði stelpunum í skólann í morgun, vinkona þeirra ætlar að vera heima í dag. Ég á ekki von á því að skólastarf truflist útaf veðrinu. Stelpurnar voru spenntar að fá að vera inni í frímínútum. Sækjum Kollu þegar skólinn er búinn, vanalega labbar hún heim.

Ég er nokkuð viss um að kjallaraglugginn stenst áhlaup eftir að ég kíttaði hann síðasta vetur. Ekki vildi ég búa á Kjalarnesi eða í Vestmannaeyjum.

Annars sýnist mér þetta ekki neitt neitt hér í Reykjavík. Stormur í vatnsglasi!

dagbók