Örvitinn

Sólsetur í Miðhúsaskógi

Ef ég hefði ekki verið að drepast í hálsinum hefði ég skellt mér í göngutúr til að ná merkilegri myndum af glæsilegu sólsetri í gærkvöldi. Í staðin verður þessi mynd frá pallinum að duga. Ein raw skrá, tvíframkölluð.

Sólsetur í Miðhúsaskóg

myndir
Athugasemdir

-DJ- - 11/10/09 23:27 #

Svakaleg mynd. Hvað þýðir ein raw skrá tvíframkölluð?

Matti - 11/10/09 23:33 #

Í stað þess að taka margar myndir og blanda saman í HDR er þetta bara ein Raw skrá úr myndavélinni.

Ég opna skrána tvisvar með Photoshop, Camera Raw nánar tiltekið, til að framkalla Raw skrána. Í fyrra skiptið dekki ég myndina eins mikið og ég þarf til að ná öllu úr himninum. Í þessu tilviku er það um -2EV með Camera Raw. Þá er himininn orðinn flottur en forgrunnur alltof dökkur. Í seinna skipti sem ég opna hana lýsi ég eins og þarf til að fá forgrunn þokkalegan, í þessu tilviki var það mjög lítið, kannski +.5EV, en þá er himininn alltof ljós.

Þegar ég er kominn með þessar tvær útgáfur af myndinni afrita ég dekkri myndina yfir þá ljósari, sameina svo layerana til að ná mynd þar sem er teikning í bæði dökku og ljósu svæðunum.

Þetta er semsagt layer mask aðferðins sem fjallað er um hér

-DJ- - 12/10/09 13:56 #

Ég skil. Alltaf er maður að læra eitthvað.