Örvitinn

Hæðni og hatur

Geimveran Erich fellur vissulega undir hugtakið hæðniSéra Þórhallur Heimisson skrifar athugasemd í langri og kjánalegri rimmu við Véstein:

Hvað kallar þú hóp af mönnum sem hæðast að trú annarra (t.d. með því að mála hakakross á legsteina Gyðinga, breyta kirkjum í almenningssalerni, krota hatursorð um múslíma á veggi, afbaka og dreifa óhróðri um helg tákn sem skipta trúaða öllu máli?) #

Síðan hvenær hefur verið tala um hæðni þegar menn mála hakahrossa á legsteina Gyðinga, kúka á kirkjugólf eða mála hatursorð gegn múslimum á veggi. Ég man ekki eftir því að orðið hæðni hafi verið notað um slíkt. Er orðið sem hann leitar að ekki hið ágæta en ofnotaða hugtak "hatur"?

Er slíkt virkilega í sama flokki og það að búa til lógó sem sameinar bábiljurnar kristni og trú á geimverur sem brottnema fólk og fikta í rassinum á þeim?

Er það bara ég eða fer Þórhallur langt yfir strikið alveg eins og í svarthöfðadæminu. Getur verið að maðurinn sé dálítið fullur af hatri í garð vantrúarseggja.

Svo það sé alveg á hreinu var geimveran á krossinum hugsuð sem góðlátlegt grín þar sem bábiljur voru sameinaðar í einu merki. Þegar trúmenn byrjuðu að kvarta fjarlægðum við það af vantrúarvefnum til að særa ekki viðkvæmar sálir. Við höfum notað það sem "placeholder" á vef sem við ætlum að breyta og svo sést það á moggabloggsíðu Vantrúar.

Er þetta það sama og að mála hakakross á gyðingalegsteina eða kúka á kirkjugólf? Ég er svo aldeilis hissa.

kristni
Athugasemdir

Helgi Þór - 12/10/09 16:43 #

Maðurinn er bara úr takt við allt sem kallast raunveruleiki. Þegar menn verða rökþrota þá beita þeir oft svona brögðum.....

Ásgeir - 12/10/09 16:43 #

Er Þórhallur að gefa í skyn að starfsemi Vantrúar sé á einhvern hátt sambærileg við að „að mála hakakross á legsteina Gyðinga, breyta kirkjum í almenningssalerni, krota hatursorð um múslíma á veggi“? Ef svo er, þá er hann firrtari en ég hélt.

Óli Gneisti - 12/10/09 17:06 #

Firrtur? Þessi samlíking er geðbiluð. Aðallega er þetta særandi fyrir þá sem hann líkir sér við. Það versta sem hefur komið fyrir Þórhall er að hann hefur fengið óþægilegar spurningar sem hann kann ekki, eða vill ekki, svara.

Ásgeir - 12/10/09 17:57 #

Það er satt, Óli. Ósköp þarf maður að vera viðkvæmur og hörundssár ef maður upplifir gagnrýni og mynd af geimveru á krossi sem hatursglæpi!

Arnar - 13/10/09 09:21 #

Bara að spekúlera, eru kristnir með einhverskonar einkarétt á krossum.

Má engin gera neitt með krossi í án þess að vera að hæða(/hatast) trúnna eða dásama hana (eftir því hvernig trúmaðurin túlkar gjörningin).