Örvitinn

Ökufantur á hvítum Land Cruiser

Land cruiserÞegar við ókum að bústað Miðhúsaskógi á laugardag lentum við í einum af þessum bílstjórum sem virðast hafa það á stefnuskránni að drepa sjálfa sig og aðra í umferðinni.

Við ókum Biskupstungnabraut undir Ingólfsfjalli á eftir bíl sem ók á 80. Það fór örlítið í taugarnar á mér og ég ætlaði að taka fram úr en gafst ekki færi, annað hvort var heil lína á veginum eða bílar að koma á móti. Ég er annars vanur að aka á 90 með cruise control.

Kemur þá til sögunnar hvítur Toyota Land Cruiser með númerið OH-673. Sá hafði verið fyrir aftan mig í smá tíma og var greinilega orðinn leiður eins og ég á að sleðast á 80. Skyndilega sé ég að Land Cruiserinn er kominn yfir á öfugan vegarhelming og byrjaður á framúrakstri. Á sama tíma komu bílar á móti okkur og nálguðust hratt, það var ekki nokkur leið að þessi framúrakstur myndi heppnast. Ég gat ekki gert annað en að leggjast á flautuna og hægja á mér. Land Cruiserinn hægði á sér líka og fór aftur fyrir mig. Hvað átti ég að gera, ég gat ekki vitað hvort hann ætlaði að rembast við að ná fram úr mér eða hætta við. Stuttu síðar tókst honum ætlunarverkið og tók fram úr mér, ók svo fyrir framan mig á 80km hraða næstu kílómetrana þar til hann tók fram úr næsta bíl.

Málið er að mér er (næstum því) drullusama þó ökufantar drepi sjálfa sig, keyri t.d. fram af björgum, en það pirrar mig afskaplega mikið þegar þeir setja fjölskyldu mína og aðra í stórhættu í umferðinni. Ég vil því biðja unga manninn sem ók hvítum Toyota Land Cruiser með númerið OH-673 undir Ingólfsfjalli milli þrjú og fjögur á laugardag vinsamlegast að hoppa upp í rassgatið á sér.

kvabb
Athugasemdir

Jón Magnús - 13/10/09 10:30 #

Þetta heilkenni kannast maður við úr fótboltanum - þ.e. þegar apaheilinn tekur við og maður heldur að maður sé Maradona (þegar hann var upp á sitt besta) en í tilfelli þessa unga manns þá hélt hann kannski í augnablik að hann væri Michael Schumacher.

Vonandi nær hann í framtíðinni að læra að anda með nefinu og átta sig á því að 10 km/klst til eða frá er spurning um nokkrar mínútur en getur skilið á milli lífs og dauða ef farið er í æfingar eins og þú lýsir.

Freyr - 13/10/09 10:45 #

Man ekki hvaðan ég heyrði þetta, en: Þeir sem keyra hægar en þú eru fábjánar og þeir sem keyra hraðar en þú eru brjálæðingar.

Matti - 13/10/09 10:46 #

Nákvæmlega. Fábjáni fyrir framan mig og brjálæðingur fyrir aftan :-)

Viðbót: Það stuðar mig ekkert (ok, kannski dálítið) þó fólk aki hraðar en ég á þjóðveginum en ég ætlast til þess að það noti skynsemi og aðgát þegar það tekur fram úr mér. Ég er einn af þessu skrítna liði sem hleypi bílum fram úr mér þegar ég sé að þeir eru þreyttir á að aka á rétt rúmlega níutíu, gef stefnuljós og hægi á mér þegar færi gefst.

valgeir - 20/11/09 11:39 #

eg er bmw áhugamaður