Örvitinn

Illugi skýtur á presta

Geta þeir þá ekki hunskast til að sanna að Guð sé til?*

Þetta eru sömu mennirnir og eru á prýðilegum launum hjá almenningi við að boða trú á einhverja þokukennda veru, hvers tilveru er ekki nokkur leið að sanna - hvorki lögformlega né vísindalega.
Ef þessir prestar telja að Selfyssingar þurfi að sitja uppi með prest sem þeir hafa andstyggð á af því ekki hefur tekist að SANNA meint afbrot hans, geta þeir þá ekki hunskast til að sanna að sá guð sé til sem þeir lifa góðu lífi á?

Ætli sumir myndu ekki segja að Illugi sé að níðast á prestum.

*Fyrirsögn Illuga er með hástöfum en ég breyti henni hér.

kristni vísanir