Örvitinn

Matti Á: EIRÍKUR JÓNSSON Á TYPPINU

Hafið þið séð Eirík Jónsson á typpinu? Ekki ég. Myndir í Séð og heyrt?

ps. Já, mér leiðist dálítið bloggið sem útibú/auglýsingavettvangur fjölmiðils. Finnst einnig að fjölmiðlabloggarar mættu læra að vísa á efni á vefnum í stað þess að afrita heilu bloggfærslurnar. Þetta á t.d. við um Sandkorn DV og Kaffistofu Pressunnar. Svo mættu DV bloggarar hætta að ÖSKRA Í FYRIRSÖGNUM. Auk þess er ástæðulaust að setja nafn bloggara í titil bloggfærslu, við vitum hvað bloggarinn heitir, við erum á síðunni hans (eða að lesa rss strauminn hans)

Annar mæli ég með greininni Af ávöxtunum skulið þið þekkja þá á Vantrú. Þar eru allir á typpinu nema stelpurnar, þær eru á píkunni.

fjölmiðlar kvabb vísanir
Athugasemdir

Arnar - 14/10/09 13:28 #

Langar einhverjum að sjá Eirík Jónsson á typpinu? Ekki mig..

eir - 14/10/09 13:41 #

Fyrirsögn er "öskur" hverrar fréttar. Tilgangur hennar. Skil ekki viðkvæmni ykkar yfir mynd af fjármálaráðherra á sundskýlu í guðsgrænni náttúrunni. Er ekki allt í lagi með ykkur?

Matti - 14/10/09 13:45 #

Notið css til að fyrirsögnin "öskri" á síðunni en komi ekki sem öskur í rss skránni, sjá t.d. hér. Talaðu við tölvugaurana, þeir redda þessu.

Ég er alls ekki viðkvæmur fyrir fjármálaráðherra í sundskýlu. Ekki vera viðkvæmur fyrir því að fólk geri grín að blogginu þínu, það er fyndið.

Að sjálfsögðu er ekki allt í lagi með okkur. Er allt í lagi með þig? Er allt í lagi með einhvern?

Ég hefði fyrst áhyggjur þegar allt væri í lagi með mig :-)

eir - 14/10/09 13:49 #

OK! Vildi bara vita vissu mína. Áfram veginn!

eir

Arnar - 14/10/09 14:10 #

Oh nei takk.

Áttu ekki eitthvað í bikiní? (annað en Jóhönnu, Steingrím J., Borat eða Eirík samt)

Rebekka - 15/10/09 10:33 #

Steingrímur virðist bara vera í hörkuformi, þrátt fyrir fölbláleitan húðlitinn (eins og er algengur meðal rauðhærðra).