Örvitinn

Séð og heyrt - Gunnar í Krossinum

Séð og heyrt birtir viðtal við Ósk Norðfjörð sem ku vera í Krossinum. Í viðtalinu mærir Ósk trúarleiðtogann Gunnar sem kenndur er við Krossinn og segir að skilnaðurinn sé eiginkonunni að kenna.

Ég hnaut um lýsingu á sambandi Gunnars og dóttur hans. Hvað er Ósk að segja okkur?

Ósk segir hlutverk Ingibjargar [fyrrverandi konu Gunnars] hafa breyst undanfarið. „Hlutverk hennar hefur minnkað með ári hverju og undir lokin var það orðið lítið, enda hugur hennar kominn annað. Sigurbjörg, dóttir Gunnars og Ingibjargar, hefur gengið inn í það hlutverk sem móðir hennar sinnti áður.“

Æjæjæ.

eða er það bara ég!

kristni
Athugasemdir

Guðsteinn Haukur - 15/10/09 13:48 #

Æ Matti minn, gerðu nú ekki mál úr engu, því ég veit að um eðlilega verkaskiptingu var um að ræða á milli þessara fv. hjóna. Alveg eins og konan þín vaskar upp og þú skúrar eða hún skúrar eða þú vaskar upp á þínu heimili = venjuleg verkaskipting.

Vertu ekki að blása svona upp eins og ofvirkur S&H sorpblaðamaður. :/

P.s. þú gleymdir að setja fyrirsögnina í hástafi, við það missti fyrirsögnin S&H sjarmann af sér! Þú manst það næst. ;)

Matti - 15/10/09 16:24 #

Ég vona að hjónin hafi gert eitthvað saman annað en að vaska upp og skúra!

Hér verða engar S&H fyrirsagnir, ég er rólyndismaður og tek ekki þátt í slíkri vitleysu :-)

Óli Gneisti - 15/10/09 20:46 #

Biðandi eftir færslu um pastakonuna þá las Eygló þessa færslu og athugasemdirnar og dó næstum úr hlátri.

Matti - 15/10/09 20:52 #

Hjalti benti mér á þetta textabrot, mér fannst þetta afskaplega fyndið en ég er náttúrulega sjúkur.

Ég ætla að sleppa pastafærslu í dag :-)

Óli Gneisti - 15/10/09 20:54 #

Mér þótti þetta líka skrýtið þegar ég las þetta. En kommon, skrifaðu um pastakonuna.

Siggi Óla - 15/10/09 22:06 #

Hehe, kom líka hér inn vonandi eftir pastafærslu :)