Örvitinn

Starfsmenn ríkisins

Samt reyna sumir að andmæla því að Þjóðkirkjan sé ríkiskirkja.

Biskup hafi vald til að flytja séra Gunnar

Samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu, telja menn að Gunnar eigi ekkert val. Honum beri að koma til Reykjavíkur að boði Biskups. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, getur stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, flutt hann úr einu embætti í annað, enda heyri bæði embættin undir stjórnvaldið. Þetta stjórnvald er biskup.

Ég skil reyndar ekki af hverju menn telja að það hafi eitthvað vægi þó úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi úrskurðað eitthvað. Það hefur ekki haft mikið vægi hingað til.

kristni
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 16/10/09 15:45 #

Það er eitthvað sem böggar mig við framkomu Gunnars í þessu máli. Biskup er náðarsamlegast að leyfa honum að halda vinnu og launum, þrátt fyrir siðlaust hátterni í stöðu siðferðisfyrirmyndar Selfyssinga. Ég hefði einfaldlega rekið hann á staðnum, það hlýtur Karl að geta gert sem yfirmaður þessarar stofnunar.

Gunnar getur ekki hundskast til að vera þakklátur fyrir að halda embætti og æru, heldur derrir sig og heimtar að fá áfram að gegna söfnuði sem ekki kærir sig hið minnsta um hann.

Er maðurinn alveg siðblindur?

Matti - 16/10/09 15:48 #

Ég hefði einfaldlega rekið hann á staðnum, það hlýtur Karl að geta gert sem yfirmaður þessarar stofnunar.

Nei, það gilda ákveðnar reglur um opinbera starfsmenn, Karl getur ekki rekið hann.

Er maðurinn alveg siðblindur?

Ég held það.

Birgir Baldursson - 16/10/09 16:47 #

Nei, það gilda ákveðnar reglur um opinbera starfsmenn, Karl getur ekki rekið hann.

Aha, en fullyrða þessir menn ekki að þetta sé ekki ríkisstofnun og þeir ekki ríkisstarfsmenn?

Kannski er þarna komin praktísk ástæða fyrir Þjóðkirkjuna sjálfa til að aðskilja sig frá ríkinu: Þá þarf ekki að undirgangast leiðinlegar reglugerðir um ríkisstarfsmenn lengur, heldur hægt að ráða og reka eftir hentugleikum.

Matti - 16/10/09 17:08 #

Auðvitað. Mikið óskaplega á ég samt erfitt með að vorkenna biskup og hans meðreiðarsveinum.

Halldór E. - 16/10/09 17:23 #

Ég er ekki að halda því fram að þjóðkirkjan sé ekki ríkiskirkja. Hins vegar halda þessi rök ekki alveg þar sem minnihluti starfsmanna þjóðkirkjunnar fellur undir lög um opinbera starfsmenn (upplýst gisk).

Tæknilega má hugsanlega halda því fram að þjóðkirkjan í skilningnum biskupsstofa og 140 prestar séu ríkisfyrirbrigði, en einstakir söfnuðir séu það ekki. Þannig eru einhverjir prestar starfandi í þjóðkirkjusöfnuðum sem falla ekki undir það að vera í hópi prestanna 140, og eru því ekki hluti af ríkisapparatinu.

Þessi aðskilnaður prestanna 140 og safnaðana sem þeir þjóna er mjög merkilegur og uppspretta flestra deilna sem upp hafa komið í kirkjunni undanfarin ár, með þeim afleiðingum að af rétt um 140 ríkiskirkjuprestum, eru alla vega þrír geymdir á bakvið skrifborð, þar sem engir söfnuðir hafa áhuga á að taka við þeim.

Matti - 16/10/09 17:25 #

Hve margir eru starfsmenn kirkjunnar utan presta - svona gróflega metið - og hverjir falla í þann hóp? Djáknar, organistar..?

Halldór E. - 16/10/09 18:22 #

Hér er um að ræða organista, söngfólk, kirkjuverði, æskulýðsfulltrúa, starfsfólk í heimsóknarþjónustu aldraðra, djákna, safnaðarpresta, fólk í þrifum, skrifstofufólk, eldhússtarfsfólk, starfsfólk prófastsdæma o.s.frv. Þetta eru stundum hlutastörf, en alls ekki alltaf. Ég myndi ætla að allflestir söfnuðir á höfuðborgarsvæðinu væru með 4-7 stöðugildi umfram ríkiskirkjuprestanna.

Svo ég slái á eitthverja tölu gætu þetta verið um 200 stöðugildi á landinu öllu, það er upplýst gisk en ég efast um að nákvæmari tala sé til.

hildigunnur - 16/10/09 20:36 #

Afskaplega fátt söngfólk má telja starfsmenn kirkjunnar, varla hægt að meta 3-4000 krónur einu sinni til tvisvar í mánuði sem starfshlutfall einu sinni. Greiðslur fyrir jarðarfarasöng, sem er talsvert stærri pakki auðvitað, koma ekki frá kirkjunni heldur aðstandendum hins látna. Reyndar er messusöngur langt frá því alltaf greiddur, oftast eru kirkjukórar áhugakórar og fá einhverja token greiðslu í ferðasjóði eða þannig. Veit síðan um einn eða tvo kór- eða söngstjóra sem eru ekki sami aðili og organisti kirkjunnar.

Halldór E. - 16/10/09 21:46 #

Blessuð Hildigunnur, það er rétt að það er ekki stórt starfshlutfall sem flest söngfólk er í, en fjölmargir fá þó meira en 3-4000 einu sinni til tvisvar á mánuði. Alla vega í smærri kórum á höfuðborgarsvæðinu þekkist/þekktist að kórfélagar séu í mælanlegu starfshlutfall. Þá þekki ég til þess að kirkjur hafi raddþjálfara á launum í viðbót við organista. Söngstjórar barnakóra eru nokkrir, líklega þó allir í hlutastörfum.

Það er rétt að í sumum tilfellum rennur styrkur frá kirkjunni í sameiginlegan kórsjóð og ekki sé um eiginlegar launagreiðslur að ræða, en í öðrum tilfellum er um laun að ræða sem geta numið nokkrum upphæðum.

Það er samt rétt að enginn verður feitur af kirkjusöng. Hins vegar þegar talað er um launuð störf í kirkjunni þá er erfitt að sniðganga póst upp líklega 60-70 milljónir á árinu 2004, en þá tek ég ekki tillit til launakostnaðar vegna barnakóra.

Kalli - 16/10/09 22:51 #

„nokkrum upphæðum“ er ákaflega skemmtilegt orðaval.

Gunnar J Briem - 17/10/09 00:40 #

Ég get rétt ímyndað mér hina sjálfsögðu kossa, strokur og hugganir sem eldri maðurinn á myndunum með þessari frétt, hefur hlotið og veitt presti sínum prívat og persónulega á kontórnum.

Það væri a.m.k. töluvert sjálfsagðara en blíðuhótin sem styrinn stendur um.