Örvitinn

Ógeðslegur viðbjóður, hroki og fyrirlitning

Sjöundadags aðventistinn, forritarinn og sköpunarsinninn Halldór Magnússon bregst við því að ég telji að ekki eigi að kenna trúarbrögð í raunvísindakúrsum.

Matthías, þínar hugmyndir um uppruna lífs, uppruna mannkyns eru ekki vísindi heldur guðleysið trúin.

Þú vilt láta sem svo að í einum kúrs er kenndur sannleikurinn ( þín trú ) og síðan í öðru kúrs eru kenndar lygarnar ( kristni og fleira ). Þetta er bara ógeðslegur viðbjóður. Hrokinn og fyrirlitningin er svo yfirgengilegur að það er fáránlegt að eiga samskipti við fólk sem hegðar sér svona.

Sumum gæti þótt þessi umræða forvitnileg/skondin/skelfileg.

kristni vísanir
Athugasemdir

Tryggvi R. Jónsson - 16/10/09 15:17 #

Hérna... er það bara ég eða er alger og landlægur skortur á heilum brúm þarna?

Freyr - 16/10/09 15:27 #

Skelfileg

Birgir Baldursson - 16/10/09 15:48 #

mofi greyið er búinn að bíta í sig hluti sem honum er ómögulegt að sleppa takinu á, þrátt fyrir að málflutningur hans sé hrakinn hvað eftir annað. Þar liggur munurinn á lokuðum hug trúmannsins og hinum sem geta tekið rökum.

Það er vonlaust að reyna að rökræða við manninn og ég hef fyrir löngu gefist upp á því. Hann er veikur.

Helgi Briem - 16/10/09 15:52 #

Ég gafst upp á mofa fyrir mörgum, mörgum árum.

Jón Magnús - 16/10/09 15:56 #

Rétt Birgir, hann er veikur og ekkert nema tímasóun að eyða tímanum í að rökræða eitthvað við hann því það getur ekki flokkast undir rökræður.

Held meira að segja að það sé líklegra til árangurs að rökræða við geðsjúklinga inn á kleppi heldur en Mofa.

Hætti fyrir mörgum árum að eyða tíma í hann en mér finnst hann hafa versnað mikið síðan. Hann er búinn að sökkva tönnunum ennþá dýpra í trúarkenningar sem hann getur ekki sleppt því ef hann byrjar að sleppa þá fer allt í gólfið.

Matti - 16/10/09 15:56 #

Æi, ég bauna stundum inn athugasemdum - vill nú sjaldan taka þátt í einhverjum rökræðum við hann. Í þetta skipti þótti mér hann samt ganga afskaplega langt til að gera fasista úr Dawkins. Mér leiðist dálítið að lesa þessa útúrsnúninga þar sem Dawkins eða öðrum trúleyisingjum eru gerðir upp fasískar skoðanir.