Örvitinn

Mannréttindaráðherra

Æi, kannski eru mannréttindi of gildishlaðin eftir allt saman.

Það er ekki langt síðan Ragna lýsti því yfir í viðtalið við Morgunblaðið að hún væri kristin og vildi því engu breyta varðandi samband ríkis og kirkju.

Forveri hennar er líka ansi kristinn og hann var líka áhugamaður um að senda flóttamenn úr landi. Ég bloggaði einu sinni af því tilefni.

Á ég að segja ykkur hvað við þurfum. Við þurfum trúleysingja í Dóms- og mannréttindaráðuneytið. Í alvöru, ég er ekki að grínast. Trúleysingja sem getur hugsað sjálfstætt um siðferðisleg álitaefni og tekið ákvarðanir á forsendum mannréttinda en ekki bókstafs. Trúmennirnir hafa fengið nægan tíma til að fokka þessu upp. Þeir geta þetta ekki.

Mæli með greininni Ruslið á Smugunni.

pólitík
Athugasemdir

Eyja - 16/10/09 18:11 #

Já, kannski ætti þessi ráðherra bara að halda sig við kirkjumálin.

Matti - 16/10/09 18:18 #

Æi nei, ég vil sjá einhverjar framfarir í þeim málaflokki. Legg til að hún geri ekki neitt. Hún er eflaust ágæt í því.

Bjarki - 16/10/09 19:17 #

Hvernig á að taka öðruvísi á málefnum hælisleitenda að þínu mati? Ég les þetta blogg daglega og ég er þér sammála um velflesta hluti en ég átta mig illa á því í hverju nákvæmlega andstaðan við brottvísun hælisleitenda til Grikklands felst.

Matti - 16/10/09 19:23 #

Af hverju sendum við alla hælisleitendur úr landi?

Ég tel að sem samfélag eigum við að vera tilbúin að taka á móti hælisleitendum. Ekki að nýta okkur glufu í alþjóðasamningum til að senda þá alla aftur til þess lands sem þeir ferðuðust frá til Íslands.

Ég veit að það eru undantekningar en hvað þær margar, tvær eða þrjár síðustu áratugi?

Bjarki - 16/10/09 19:41 #

Það er ekki glufa í Dublinar-samkomulaginu að það eigi helst að taka á málefnum hælislætenda í því Schengen-ríki sem þeir koma fyrst til. Það er almenna reglan ef það eru ekki einhverjar sérstakar aðstæður sem mæla með öðru. Það er rétt að það eru mjög fáir sem hafa fengið stöðu flóttamanns á Íslandi en þeir eru nokkuð fleiri sem hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Margir hælisleitendur hafa líka farið af sjálfsdáðum áður en nokkur ákvörðun var tekin í þeirra málum (væntanlega til þess að reyna fyrir sér í næsta Schengen-landi).

Kannski væri manneskjulegast að hætta þessum brottvísunum skv. Dublinar-samkomulaginu og rannsaka hér á landi öll mál hælisleitenda sem rata til Íslands. Það myndi samt krefjast mikið öflugri Útlendingastofnunar.

Óli Gneisti - 16/10/09 19:52 #

Ég las þetta ekki í gegn en mér sýnist þetta ekki tala um neinar sérstakar aðstæður:

  1. By way of derogation from paragraph 1, each Member State may examine an application for asylum lodged with it by a third-country national, even if such examination is not its responsibility under the criteria laid down in this Regulation. In such an event, that Member State shall become the Member State responsible within the meaning of this Regulation and shall assume the obligations associated with that responsibility. [...]

Bjarki - 16/10/09 20:00 #

Akkúrat! Það er undantekning frá almennu reglunni að taka mál hælisleitenda til meðferðar annarsstaðar en í fyrsta komulandi á Schengen-svæðinu.

Óli Gneisti - 16/10/09 20:04 #

En ég finn ekkert um að það þurfi nokkrar sérstakar aðstæður. Ráðherra gæti af hjartagæskunni einni saman virkjað þessa klausu.

Matti - 16/10/09 20:08 #

Ísland er ekki skuldbundið til að senda hælisleitendur til baka. Þetta er bara glufa fyrir íslendinga til að hunsa alla hælisleitendur því það er borin vor að þeir komi beint frá því landi sem þeir flýja til Íslands.

Reglan er væntanlega hugsuð til að lönd geti ekki stundað það að senda flóttamenn áfram til þriðja lands til að losna við þá.

Bjarki - 16/10/09 20:10 #

Já. Ef við gefum okkur að tekið yrði á málinu af meiri hjartagæsku hér á landi en í þróunarlandinu Grikklandi. Ég er ekki viss um að það sé rétt tilfinning.

En almennt þykir mér það framsóknarleg stjórnsýsla að víkja frá almennum reglum án þess að rökstyðja það.

Bjarki - 16/10/09 20:13 #

Reglan er hugsuð til þess að hælisleitendur geti ekki hoppað á milli Schengen-landa eftir hentugleika og verið til meðferðar á mörgum stöðum í einu (asylum shopping).

Óli Gneisti - 16/10/09 20:13 #

Ég myndi segja að það sé fasistakeimur af því að fylgja reglum í blindni. Þá myndi ég frekar vera framsóknarmaður.

Bjarki - 16/10/09 20:19 #

Fasistaspilið komið í borðið strax? Ítalía og Þýskaland um miðja 20. öld voru nú engin sérstök réttarríki sem lögðu áherslu á að fylgja reglum. Þau spiluðu þetta meira eftir eyranu, eins og framsókn.

Matti - 16/10/09 20:22 #

Reglan var ekki hugsuð til þess að Ísland gæti vísað frá sér öllum hælisleitendum - eða hvað?

Ættu íslendingar ekki að túlka þessa reglu út frá því?

Óli Gneisti - 16/10/09 20:25 #

Fasistakommentið var nú bara svar við framsóknarkommentinu.

Ætli sé ekki réttast að segja að það sé aumingjaskapur að senda svona flóttamenn burt. Eða bara siðleysi.

Bjarki - 16/10/09 20:34 #

Enda er ekki öllum hælisleitendum vísað frá. Kerfið á Íslandi lítur e.t.v. á hælisleitendur sem bölvað bögg og reynir að losna við þá eftir öllum leiðum til þess að þurfa ekki að taka afstöðu í málum þeirra. Kannski má gera miklar breytingar þar.

Það þýðir bara ekki að allir sem leita hér hælis fái það sem þeir biðji um. Það þarf alltaf að skoða og meta hvert mál fyrir sig.

Matti - 16/10/09 20:39 #

Ef undantekningar eru 2 eða 3 síðustu áratugi finnst mér í lagi að segja "allir", var búinn að setja fyrirvara hér fyrr.

ps. Alltaf gaman að sjá að ég veiti Jónasi ennþá innblástur.

Bjarki - 16/10/09 20:43 #

Á árunum 1996-2007 fengu tveir hæli. 60 hælisleitendur fengu dvalarleyfi af mannúðarástæðum á sama tíma. Fyrir viðkomandi skiptir þessi lögformlegi munur engu máli. Þess vegna er rétt að gera stóran fyrirvara við "alla".

Bjarki - 16/10/09 20:45 #

Þú ert nú samt alltaf málefnalegri en bergmálið þitt Matti. :)