Örvitinn

"Varið ykkur hann er trúlaus"

Svanur Sigurbjörnsson skrifaði pistil í gær þar sem hann rakkar niður detoxið hennar Jónínu Ben. Jónína svarar fyrir sig á Facebook síðu sinni. Ég er ekki vinur hennar á Facebook frekar en í raunheimum en einn þeirra sendi mér þetta.

Jónína Ben er klikkuð

Ég sé dálítið eftir því nú að hafa breytt titlinum á þessari bloggfærslu. Breytti honum vegna þess að börn hennar báðu mig um það, en fjandakornið, gamla fyrirsögnin á vel við í dag.

Ég skil ekki af hverju Jónína Benediktsdóttir fær að stunda glæpastarfssemi sína á Íslandi. Er allt í lagi að svíkja og pretta fólk svo lengi sem maður lýgur því að maður sé að lækna það?

Mæli með pistli Svans.

kristni skottulækningar
Athugasemdir

Örn - 16/10/09 19:20 #

"...siðlaus"? Já, mér finnst það en maður spyr sig alltaf af hverju fólk trúir á svona steypu gagnrýnislaust. Hún virðist fá nóg af viðskiptavinum. Það virðist stundum vera þannig að "sérhæfðir" kuklarar geti náð talsverðum árangri í viðskiptum (ekki lækningum) vegna þess að framboðið er ekki til staðar innan heilbrigðiskerfisins. Megrun er samt auðvitað sérstakt fyrirbæri þar sem mjög margir vonast eftir töfralausnum. Það hlýtur að vera niðurdrepandi að hlusta á lækni segja sannleikann: a)hreyfing;b)mataræði;c)mun taka tíma.

Svanur Sigurbjörnsson - 16/10/09 19:56 #

Þetta er aldeilis pilla frá Jónínu Ben. Ég hef ekki fengið þetta boð í detox frá henni. Gjafmildi hennar er þannig bara bundin við Facebook-síðu hennar. Merkilegt að hún svarar í krafti þess að fólk treysti því að hún hafi þekkingu því að það fylgja ekki nein rök frá henni fyrir ásökunum hennar um vanþekkingu hjá mér. Síðan þetta að ráðast á mig fyrir að vera trúlaus er með ólíkindum. Hún sekkur dýpra með hverju svarinu sem bætist við hjá henni. Bestu kveðjur - Svanur

Kalli - 16/10/09 20:26 #

Ég vil bara koma því á framfæri að stundum elska ég Birgir Baldursson mun meira en meðal-náungann.

Og Svanur á gríðarlegan heiður skilinn fyrir Djúsfokk-greinina og reyndar flest sem ég hef lesið eftir hann (sem verður hugsanlega meira þar sem hann hefur yfirgefið Moggabloggið).

Má ekki gleyma staðarhaldaranum heldur; Matti, þú ert óttalegt krútt ;)

(Eða var það ruddi?)

Erlendur - 16/10/09 23:52 #

Hvað er þessi kuklari að röfla? Maður hefði haldið að hún vissi upp á sig sökina og myndi fremur reyna að forðast átök. Eða trúir hún virkilega þessu rugli?

Freyr - 19/10/09 08:30 #

Tim Minchin sagði: Alternative medicine has either been not proved to work or proved not to work. Do you know what they call alternative medicine that's been proved to work?

Medicine.