Örvitinn

Sköpunarsinnar á Íslandi

Af hverju er það ekki skilgreint sem geðveiki þegar fólk telur jörðina nokkur þúsund ára gamla og að Gvuð hafi skapað Adam og Evu? Af hverju er fólk ekki vistað á stofnun ef það trúir því að Nóaflóðið hafi gerst eins og því er líst í Biblíunni?

Hvernig greina menn á milli stórkostlegra ranghugmynda, þannig að sumar teljast eðlilegar meðan aðrar valda því að fólk er sett á lyf eða inn á stofnun?

Ég skil þetta ekki. Er ekki augljóst að sköpunarsinnar eru fársjúkt fólk?

kristni
Athugasemdir

Haukur - 17/10/09 14:25 #

Fólk er almennt ekkert vistað á stofnunum þótt það sé með alls konar furðulegar hugmyndir í kollinum - enda engin ástæða til. Menn mega trúa hverju sem þeir vilja um 11. september eða guðdóminn eða sögu enskrar tungu eða geimverur eða Atlantis eða hvað sem er og yfirleitt hefur það engin áhrif á getu fólks til að lifa eðlilegu lífu sem góðir þjóðfélagsþegnar. Fólk er almennt ekki geðsjúkt þótt það trúi einhverju sem ekki er rétt, enda gerum við það eflaust öll. Það er bara ekki það sem geðveiki er.

Matti - 17/10/09 14:52 #

Rétt hjá þér. Ég er bara pirraður!

Birgir Baldursson - 17/10/09 17:09 #

Hmm, áhugaverð þessi dellubók um enska tungu. Ertu búinn að lesa hana, Haukur?

Birgir Baldursson - 17/10/09 17:10 #

Með orðinu "áhugaverð" meinti ég að sjálfsögðu "forvitnileg".

Haukur - 17/10/09 18:37 #

Ég hef lesið töluvert um hana en ekki hana sjálfa, nei. En hún er áhugavert dæmi um að hægt er að fá jákvæða dóma í dagblöðum um bók sem allir fræðimenn munu sammála um að sé rugl.