Örvitinn

Transformers 2 er rosalegt rusl

Mikið óskaplega er Transformers, Revenge of the Fallen hryllilega vond kvikmynd. Ég gafst næstum því upp á að horfa á hana í nótt en kláraði myndina skyldunnar vegna. Magnað að menn græði pening á því að framleiða svona sorp. Hún virkar ekki einu sinni sem heilalaus hasarmynd, hasarinn er svo óspennandi. Maður er eiginlega allan tímann að vona að aðalhetjan drepist svo hægt sé að ljúka þessari hörmung.

kvikmyndir
Athugasemdir

Kristján Atli - 18/10/09 11:51 #

En hann dó? Og fór til himnaríkis? Róbótahimnaríkis? Og kom svo aftur? Það var best.

Gvuð er transformers-kall. Þú bara náðir ekki heimsspekilegu snilld þessarar myndar. :-)

Guðjón B. - 18/10/09 12:32 #

Optimus Prime dó fyrir syndir okkar allra...

Lissy - 18/10/09 13:12 #

Wasn't it computer animated? I think the whole transformer thing looks way cooler in really bright two-dimensional drawings, the good old fashioned way. Then the transformation can take place really quick and a bit incomprehensibly. I was always like "wait a minute, where did the head come from?"

Matti - 18/10/09 15:09 #

Þetta himnaríkisatriði var agalegt.